Handbolti

Tap hjá Aftureldingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ernir Hrafn Arnarson í leik með Aftureldingu.
Ernir Hrafn Arnarson í leik með Aftureldingu. vísir/eyþór
Afturelding tapaði fyrir norska liðinu Bækkelaget 25-26 í fyrri leik liðana í fyrstu umferð EHF-keppninnar í handbolta í kvöld.

Afturelding byrjaði leikinn betur og var komin með fimm marka forystu eftir tuttugu mínútna leik, en missti það niður í þrjú mörk í leikhléi.

Norska liðið kom af krafti til leiks í seinni hálfleik og voru fljótir að jafna leikinn.

Þegar mínúta var eftir af leiknum var staðan jöfn 25-25. Norðmennirnir náðu hins vegar að skora sigurmark á loka mínútunni.

Markahæstir hjá Aftureldingu voru Birkir Benediktsson með 7 mörk, Ernir Hrafn Arnarsson 6 mörk og Mikk Pinnonen með 5 mörk.

Hjá norska liðinu var Emil Midtboe Sundal markahæstur með 8 mörk.

Síðari leikur liðanna fer fram í Noregi 9. september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×