Úrslit leikdags 2 á Eurobasket Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. september 2017 20:37 Edgaras Ulanovas Vísir/getty Heil umferð var leikin í öllum riðlum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Í A-riðli töpuðu Íslendingar gegn Pólverjum, Frakkar unnu Grikki og Slóvenar sigruðu Finna.Sjá einnig: Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórtÞjóðverjar unnu Georgíu 67-57 í fyrsta leik dagsins í B-riðli. Dennis Schröder var atkvæðamestur Þjóðverja með 23 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu. Daniel Theis var hins vegar besti maður vallarins hjá þýska liðinu. Fyrir Georgíu skoraði Zaza Pachulia mest, eða 14 stig. Hann náði 8 fráköstum og var með eina stoðsendingu. Ítalir eru með fullt hús stiga eftir sigur á Úkraínu, 78-66. Marco Belinelli var besti maður Ítala, með 26 stig, eitt frákast og tvær stoðsendingar.Artem Pustovyi var langstigahæstur Úkraínumanna með 21 stig. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum voru Úkraínumenn með betri skotnýtingu í tveggja stiga skotum, og með 90% skotnýtingu úr vítum. Þeir hittu hins vegar aðeins 21% þriggja stiga skota sinna á meðan Ítalir settu 55% af sínum þristum niður. Litháar kláruðu umferðina í B-riðli með 88-73 sigri á Ísrael. Edgaras Ulanovas skoraði 18 stig fyrir Litháen og tók 4 fráköst. Mindaugas Kuzminkas var hins vegar bestur í litháenska liðinu með 16 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hjá Ísrael var Gal Mekel atkvæðamestur með 18 stig, 1 frákast og 4 stoðsendingar. Ítalir og Þjóðverjar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eru á toppi riðilsins. Litháar og Georgíumenn hafa unnið einn og tapað einum, en Úkraína og Ísrael eru án sigurs. Bojan BogdanovicFyrsti leikur C-riðils í dag var viðureign Svartfjallalands og Ungverjalands. Svartfellingar völtuðu yfir Ungverja í 72-48 sigri.Nikola Vucevic og Bojan Dubljevic voru báðir með 13 stig fyrir Svartfjallaland og Nikola Ivanovic skoraði 10. Hjá Ungverjum var David Vojvoda atkvæðamestur með 20 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja fóru létt með Tékka og sigruðu 56-93. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-33 fyrir Spánverja.Pau Gasol fór á kostum fyrir Spán í dag og skoraði 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Næstur kom Ricky Rubio með 17 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Martin Kriz var atkvæðamestur Tékka með 11 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu. Króatar unnu svo Rúmeníu 74-58 í lokaleik C-riðils. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur Króata með 21 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu.Vlad Moldoveanu setti mest niður fyrir Rúmena, 14 stig. Hann átti einnig 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Eftir daginn eru Spánverjar og Króatar með fullt hús stiga. Svartfellingar og Tékkar koma þar á eftir með 3 stig, en Rúmenar og Ungverjar eru á botni riðilsins án sigurs.Janis TimmaBelgar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Letta, sem sigruðu 92-64 í fyrsta leik dagsins í D-riðli.Janis Timma skoraði 27 stig fyrir Letta, tók 7 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Kristaps Porzingis var einnig með 27 stig og 2 stoðsendingar, en tók aðeins 6 fráköst. Báðir voru með tvo stolna bolta. Hjá Belgum var Axel Hervelle atkvæðamestur með 12 stig og þrjár stoðsendingar. Rússar rétt náðu að sigra Serba, 75-72. Alexey Shved fór mikinn í liði Rússlands og skoraði 22 stig ásamt 4 stoðsendingum. Andrey Vorontsevich var þó besti maður vallarins í rússneska liðinu með 8 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta.Boban Marjanovic var bestur fyrir Serba með 19 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Bojan Bogdanovic skoraði einnig 19 stig. Hann sótti 3 fráköst og átti 4 soðsendingar. Tyrkir kláruðu svo daginn í D-riðli með 84-70 sigri á Bretum. Melih Mahmutoglu var stigahæstur í liði Tyrklands með 24 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar. Besti maður Breta var Gabe Olaseni sem gerði sér lítið fyrir og tók 14 fráköst ásamt þvi að skora 15 stig og gefa eina stoðsendingu. Rússar eru á toppi riðilsins með 4 stig úr 2 leikjum. Lettar, Tyrkir, Serbar og Belgar eru allir með 3 stig en Bretar reka lestina án sigurs með 2 stig. Aftur verður leikin heil umferð í öllum riðlum á morgun. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira
Heil umferð var leikin í öllum riðlum á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Í A-riðli töpuðu Íslendingar gegn Pólverjum, Frakkar unnu Grikki og Slóvenar sigruðu Finna.Sjá einnig: Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórtÞjóðverjar unnu Georgíu 67-57 í fyrsta leik dagsins í B-riðli. Dennis Schröder var atkvæðamestur Þjóðverja með 23 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu. Daniel Theis var hins vegar besti maður vallarins hjá þýska liðinu. Fyrir Georgíu skoraði Zaza Pachulia mest, eða 14 stig. Hann náði 8 fráköstum og var með eina stoðsendingu. Ítalir eru með fullt hús stiga eftir sigur á Úkraínu, 78-66. Marco Belinelli var besti maður Ítala, með 26 stig, eitt frákast og tvær stoðsendingar.Artem Pustovyi var langstigahæstur Úkraínumanna með 21 stig. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum voru Úkraínumenn með betri skotnýtingu í tveggja stiga skotum, og með 90% skotnýtingu úr vítum. Þeir hittu hins vegar aðeins 21% þriggja stiga skota sinna á meðan Ítalir settu 55% af sínum þristum niður. Litháar kláruðu umferðina í B-riðli með 88-73 sigri á Ísrael. Edgaras Ulanovas skoraði 18 stig fyrir Litháen og tók 4 fráköst. Mindaugas Kuzminkas var hins vegar bestur í litháenska liðinu með 16 stig, 5 fráköst, 4 stoðsendingar og einn stolinn bolta. Hjá Ísrael var Gal Mekel atkvæðamestur með 18 stig, 1 frákast og 4 stoðsendingar. Ítalir og Þjóðverjar hafa unnið fyrstu tvo leiki sína og eru á toppi riðilsins. Litháar og Georgíumenn hafa unnið einn og tapað einum, en Úkraína og Ísrael eru án sigurs. Bojan BogdanovicFyrsti leikur C-riðils í dag var viðureign Svartfjallalands og Ungverjalands. Svartfellingar völtuðu yfir Ungverja í 72-48 sigri.Nikola Vucevic og Bojan Dubljevic voru báðir með 13 stig fyrir Svartfjallaland og Nikola Ivanovic skoraði 10. Hjá Ungverjum var David Vojvoda atkvæðamestur með 20 stig, 4 fráköst og eina stoðsendingu. Ríkjandi Evrópumeistarar Spánverja fóru létt með Tékka og sigruðu 56-93. Staðan eftir fyrsta leikhluta var 14-33 fyrir Spánverja.Pau Gasol fór á kostum fyrir Spán í dag og skoraði 26 stig, tók 8 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. Næstur kom Ricky Rubio með 17 stig, 2 fráköst og 5 stoðsendingar. Martin Kriz var atkvæðamestur Tékka með 11 stig, 4 fráköst og 1 stoðsendingu. Króatar unnu svo Rúmeníu 74-58 í lokaleik C-riðils. Bojan Bogdanovic var atkvæðamestur Króata með 21 stig, 6 fráköst og 1 stoðsendingu.Vlad Moldoveanu setti mest niður fyrir Rúmena, 14 stig. Hann átti einnig 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Eftir daginn eru Spánverjar og Króatar með fullt hús stiga. Svartfellingar og Tékkar koma þar á eftir með 3 stig, en Rúmenar og Ungverjar eru á botni riðilsins án sigurs.Janis TimmaBelgar voru ekki mikil fyrirstaða fyrir Letta, sem sigruðu 92-64 í fyrsta leik dagsins í D-riðli.Janis Timma skoraði 27 stig fyrir Letta, tók 7 fráköst og átti 2 stoðsendingar. Kristaps Porzingis var einnig með 27 stig og 2 stoðsendingar, en tók aðeins 6 fráköst. Báðir voru með tvo stolna bolta. Hjá Belgum var Axel Hervelle atkvæðamestur með 12 stig og þrjár stoðsendingar. Rússar rétt náðu að sigra Serba, 75-72. Alexey Shved fór mikinn í liði Rússlands og skoraði 22 stig ásamt 4 stoðsendingum. Andrey Vorontsevich var þó besti maður vallarins í rússneska liðinu með 8 stig, 5 fráköst, 5 stoðsendingar og 3 stolna bolta.Boban Marjanovic var bestur fyrir Serba með 19 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Bojan Bogdanovic skoraði einnig 19 stig. Hann sótti 3 fráköst og átti 4 soðsendingar. Tyrkir kláruðu svo daginn í D-riðli með 84-70 sigri á Bretum. Melih Mahmutoglu var stigahæstur í liði Tyrklands með 24 stig, 2 fráköst og 6 stoðsendingar. Besti maður Breta var Gabe Olaseni sem gerði sér lítið fyrir og tók 14 fráköst ásamt þvi að skora 15 stig og gefa eina stoðsendingu. Rússar eru á toppi riðilsins með 4 stig úr 2 leikjum. Lettar, Tyrkir, Serbar og Belgar eru allir með 3 stig en Bretar reka lestina án sigurs með 2 stig. Aftur verður leikin heil umferð í öllum riðlum á morgun.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni Sjá meira