Jón Arnór: Við megum alls ekki hika því þá erum við dauðir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2017 15:00 Jón í leiknum í dag. vísir/ernir Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun. Framundan er leikur við Frakka strax á morgun og þar þarf liðið að spila miklu betur ef liðið ætlar að sleppa við þriðja stórtapið í röð. „Við þurfum að koma með sömu einbeitingu í leikinn því við vorum flottir í dag. Hugarfarið var flott og við ætluðum okkur þvílíkt sigur og trúðum á það að gætum unnið þennan leik. Við vorum yfirspilaðir,“ sagði Jón Arnór en íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel á móti Póllandi. Allt fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta og Pólverjar voru síðan langt á undir í seinni hálfleiknum. Hvað þarf að gerast í framhaldinu? „Það þarf að koma eitthvað móment til okkar. Það er þarna einhversstaðar. Það gerist ef að fleiri komi með meira framlag og hitta úr skotunum sínum. Við erum að búa til fullt af færum í leikjunum,“ sagði Jón Arnór „Við vorum meira agressívari í dag að skjóta á körfuna og koma okkur að körfunni. Við ætluðum að reyna að vera meira agressívari en við vorum í síðasta leik. Við vorum svolítið að hörfa til baka þá og við vorum frekar óöryggir. Við vorum ákveðnari í dag og ætluðum okkur að skjóta og skora en tuðran fór ekki niður í dag,“ sagði Jón Arnór sem sjálfur hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í leiknum. Það er ekki langur tími sem strákarnir fá að jafna sig því leikurinn við Frakka er strax á morgun. „Við þurfum að fá framlag frá fleirum og halda áfram að bæta okkur. Við verðum bara að fara agressívir í Frakkana og ekki gefa þeim neitt eftir, ekki vera hræddir við þá og alls ekki hika því þá erum við dauðir,“ sagði Jón Arnór. EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var einn af leikmönnum íslenska körfuboltalandsliðsins sem ekki fann fjölina sína í tapinu á móti Póllandi í dag. Íslenska liðið gerði sér vonir um sigur en tapaði á endanum með 30 stiga mun. Framundan er leikur við Frakka strax á morgun og þar þarf liðið að spila miklu betur ef liðið ætlar að sleppa við þriðja stórtapið í röð. „Við þurfum að koma með sömu einbeitingu í leikinn því við vorum flottir í dag. Hugarfarið var flott og við ætluðum okkur þvílíkt sigur og trúðum á það að gætum unnið þennan leik. Við vorum yfirspilaðir,“ sagði Jón Arnór en íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel á móti Póllandi. Allt fór að halla undan fæti í öðrum leikhluta og Pólverjar voru síðan langt á undir í seinni hálfleiknum. Hvað þarf að gerast í framhaldinu? „Það þarf að koma eitthvað móment til okkar. Það er þarna einhversstaðar. Það gerist ef að fleiri komi með meira framlag og hitta úr skotunum sínum. Við erum að búa til fullt af færum í leikjunum,“ sagði Jón Arnór „Við vorum meira agressívari í dag að skjóta á körfuna og koma okkur að körfunni. Við ætluðum að reyna að vera meira agressívari en við vorum í síðasta leik. Við vorum svolítið að hörfa til baka þá og við vorum frekar óöryggir. Við vorum ákveðnari í dag og ætluðum okkur að skjóta og skora en tuðran fór ekki niður í dag,“ sagði Jón Arnór sem sjálfur hitti aðeins úr 1 af 11 skotum sínum í leiknum. Það er ekki langur tími sem strákarnir fá að jafna sig því leikurinn við Frakka er strax á morgun. „Við þurfum að fá framlag frá fleirum og halda áfram að bæta okkur. Við verðum bara að fara agressívir í Frakkana og ekki gefa þeim neitt eftir, ekki vera hræddir við þá og alls ekki hika því þá erum við dauðir,“ sagði Jón Arnór.
EM 2017 í Finnlandi Tengdar fréttir Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57 Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45 Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11 Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02 Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Sjá meira
Bláa lestin frá Helsinki til Tampere Stuðningsmenn íslensku karlalandsliðanna í körfubolta og fótbolta hafa í nógu að snúast í dag. 2. september 2017 14:57
Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik. 2. september 2017 12:45
Kristófer: Sáum ekki til sólar í seinni hálfleik Kristófer Acox átti erfitt með að leyna vonbrigðum sínum eftir 30 stiga tap Íslands fyrir Póllandi, 61-91, á EM í körfubolta í dag. 2. september 2017 13:11
Haukur Helgi: Þurfum að kýla þá fyrst Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins í körfubolta, segir að í sannleika sagt sé íslenska liðið ekkert verra en Pólland. Ísland tapaði þó leik liðanna í dag með 30 stiga mun, 91-16. 2. september 2017 13:02