Gubbað á ganginum og klósettpappírinn kláraðist Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. september 2017 08:13 Um er að ræða tvær vélar frá kanadíska flugfélaginu Air Transat. Vísir/Getty Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir. Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Flugmálayfirvöld í Kanada hafa hafið rannsókn á tveimur „ömurlegum“ flugferðum félagsins Air Transat eftir að farþegar hringdu ítrekað í neyðarlínuna. Þeim hafi liðið eins og „farangri“ þegar flugvélarnar tvær stóðu hreyfingarlausar í um fimm klukkustundir á flugvellinum í Ottawa þann 31. júlí síðastliðinn. Klósettpappírinn hafi klárast og lyktin verið óbærileg þegar kastað var upp á gangi annarrar vélarinnar. Vélarnar tvær voru á leið frá Brussel og Róm og til stóð að fljúga þeim til Montreal og Toronto í Kanada. Vegna slæmra veðurskilyrða var þeim þess í stað beint til Ottawa ásamt 18 vélum annarra flugfélaga. Farþegum vélanna tveggja var ekki hleypt frá borði og biðu þeir því í vélinni í rúmar fimm klukkustundir, án loftræstingar, matar og drykkja, áður en ferðinni var haldið áfram. Talsmenn Air Transat segja í samtali við BBC að margir þættir hafi spilað inn í. Til að mynda hafi tekið langa tíma að fylla eldsneytistank vélarinnar. Margar aðrar vélar hafi verið á vellinum á sama tíma og því hafi ekki verið talið hægt að hleypa farþegum frá borði með öruggum hætti.No air. They are looking for who called 911 after 5 hours of suffocation @airtransat #passengerrights pic.twitter.com/7Am5kBUkBi— Brice de Schietere (@BriceBxl) August 1, 2017 Áhöfn vélarinnar hafi að sama skapi fullvissað stjórnendur félagsins um að aðstæður í vélinni hafi verið ágætar, hitastigið sæmilegt og að farþegar hefðu haft aðgang að hressingu. Farþegarnir draga þó upp allt aðra mynd af ástandinu í vélinni. Örvænting hafi gripið um sig meðal farþeganna og ekki hafi bætt úr skák að fá svör fengust frá áhöfn vélarinnar. Margir farþegar sögðust í samtali við rannsóknarnefnd flugmálayfirvalda að litið hafi verið á þá sem „farangur.“ Par sem flaug með vélinni segir að upphaflega hafi þeim verið tjáð að seinkunin yrði ekki meiri en 45 mínútur. Í fimm klukkustundir hafi þau hins vegar beðið svöng og þyrst eftir frekari upplýsingum. Klósettpappírinn hafi klárast og að lítill strákur hafi kastað upp á gangi vélarinnar. Lyktin hafi verið óbærileg. Málið er nú til rannsóknar sem fyrr segir.
Fréttir af flugi Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira