Veigra sér við umræðu um offitu af hræðslu við viðbrögð sjúklings Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. september 2017 20:30 Læknar veigra sér við að opna umræðu um offitu við sjúklinga af hræðslu við viðbrögð þeirra að sögn formanns félags fagfólks um offitu. Á sama tíma leitar feitt fólk síður til læknis af hræðslu við fordóma. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem Félag fagfólks um offitu stóð fyrir í dag. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum þar sem í ljós kemur að Ísland sé feitasta þjóð í Evrópu. Þá er það staðreynd að í dag er offita eitt útbreiddasta heilsufarsvandamálið. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður félags fagfólks um offitu, útskýrir að eitt af markmiðum ráðstefnunnar sé að fagfólk í heilbrigðisgeiranum ræði saman um leiðir til að tala við sjúklinga um offitu. „og að heilbrigðisstarfsmenn geti óhræddir opnað umræðu um offitu án þess að vera ásakaðir um fordóma,“ segir Erla Gerður og bætir við að það gerist oft. „Og fólk veit ekki alveg hvernig það á að opna umræðuna og það verður hrætt. Við erum að vinna í því og erum til dæmis að vinna með kanadískum samtökum þar sem við erum að vinna með ákveðið kerfi um það hvernig er auðvelt að opna umræðu þannig að það skapist engin skömm og engin vanlíðan,“ segir Erla Gerður. Á sama tíma veigrar fólk í ofþyngd sér við að leita sér aðstoðar. „það er einhvernvegin alls sett á holdarfarið og ekki hlustað á það sem sjúklingnum virkilega liggur á hjarta.“ Erla segir mikilvægt að það verði vitundarvakning um offitu í samfélaginu enda geti verið margir áhættuþættir af því að vera í ofþyngd. „Við megum ekki horfa fram hjá því að offita er áhættuþáttur. Það getur vel verið að viðkomandi sé hraustur en þá er allt í lagi að komast að því og þá heldur viðkomandi bara áfram sínu. En við megum heldur ekki missa af því ef það eru komnir einhverjir efnaskiptaþættir,“ segir Erla Gerður. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Læknar veigra sér við að opna umræðu um offitu við sjúklinga af hræðslu við viðbrögð þeirra að sögn formanns félags fagfólks um offitu. Á sama tíma leitar feitt fólk síður til læknis af hræðslu við fordóma. Þetta er meðal þess sem kom fram á ráðstefnu sem Félag fagfólks um offitu stóð fyrir í dag. Reglulega berast fréttir af nýjum rannsóknum þar sem í ljós kemur að Ísland sé feitasta þjóð í Evrópu. Þá er það staðreynd að í dag er offita eitt útbreiddasta heilsufarsvandamálið. Erla Gerður Sveinsdóttir, læknir og formaður félags fagfólks um offitu, útskýrir að eitt af markmiðum ráðstefnunnar sé að fagfólk í heilbrigðisgeiranum ræði saman um leiðir til að tala við sjúklinga um offitu. „og að heilbrigðisstarfsmenn geti óhræddir opnað umræðu um offitu án þess að vera ásakaðir um fordóma,“ segir Erla Gerður og bætir við að það gerist oft. „Og fólk veit ekki alveg hvernig það á að opna umræðuna og það verður hrætt. Við erum að vinna í því og erum til dæmis að vinna með kanadískum samtökum þar sem við erum að vinna með ákveðið kerfi um það hvernig er auðvelt að opna umræðu þannig að það skapist engin skömm og engin vanlíðan,“ segir Erla Gerður. Á sama tíma veigrar fólk í ofþyngd sér við að leita sér aðstoðar. „það er einhvernvegin alls sett á holdarfarið og ekki hlustað á það sem sjúklingnum virkilega liggur á hjarta.“ Erla segir mikilvægt að það verði vitundarvakning um offitu í samfélaginu enda geti verið margir áhættuþættir af því að vera í ofþyngd. „Við megum ekki horfa fram hjá því að offita er áhættuþáttur. Það getur vel verið að viðkomandi sé hraustur en þá er allt í lagi að komast að því og þá heldur viðkomandi bara áfram sínu. En við megum heldur ekki missa af því ef það eru komnir einhverjir efnaskiptaþættir,“ segir Erla Gerður.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira