Handbolti

Löwen og Barcelona skilu jöfn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alexander skoraði tvö mörk.
Alexander skoraði tvö mörk. vísir/getty
Rhein-Neckar Löwen og Barcelona gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld. 

Ljónin sem voru sex mörkum undir í hálfleik, 12-18, en voru betri í seinni hálfleik og náðu að bjarga stigi. Alexander Petersson skoraði tvö mörk fyrir Löwen en Guðjón Valur Sigurðsson er enn frá vegna meiðsla.

Nantes vann fjögurra marka sigur á Pick Szeged, 30-26, í sama riðli. Stefán Rafn Sigurmannsson var ekki á meðal markaskorara hjá Szeged.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel töpuðu með þriggja marka mun fyrir Paris Saint-Germain, 22-25, á heimavelli í B-riðli.

Sander Sagosen skoraði sex mörk fyrir PSG og þeir Uwe Gensheimer og Mikkel Hansen sitt hvor fimm mörkin. Marko Vujin var markahæstur hjá Kiel með fimm mörk.

Tandri Már Konráðsson skoraði eitt mark þegar Skjern rúllaði yfir Dinamo Búkarest, 39-28, í C-riðli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×