Fyrrverandi alþingismanni svarað Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 15. september 2017 07:00 Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Guðbjartsson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson sendir okkur tóninn í Fréttablaðinu í gær. Eins og titill greinarinnar ber með sér: „Tómas á lágu plani“, kýs hann að hjóla í manninn og gera lítið úr þeim sem ekki deila gildismati hans. Sleggjudómar Kristins eru engin nýlunda, hann hefur áður sagt okkur með „uppblásið egó“ og farið niðrandi orðum um hæfni annars okkar sem læknis. Sú aðferð hentar þeim sem forðast málefnalega umræðu. Markmið okkar er þó aðeins að tala máli náttúrinnar á Ströndum – náttúru sem við teljum að ekki hafi fengið að njóta sannmælis þegar Hvalárvirkjun var metin sem virkjanakostur. Við stöndum við það sem við skrifuðum í Fréttablaðinu þann 30. ágúst sl., enda þótt sum atriði, sem varla teljast aðalatriði, hefðu getað verið orðuð af meiri nákvæmni. Það má t.d. lesa úr orðum okkar að þeir sem vinna Rammaáætlun ákveði hvaða virkjunarkostir séu settir í nýtingarflokk, en þeirra hlutverk er að raða upp virkjanakostum. Síðan er það í höndum Alþingis að ákveða hvaða virkjanakostir eru settir í nýtingarflokk. Við höfum ekki sakað neina um óheilindi í þessu sambandi en höfum lýst þeirri skoðun okkar að skortur á upplýsingum gæti hafa orðið til þess að virkjuninni var veitt brautargengi.Ónefndur foss í Hvalá.Við teljum Rammaáætlun að mörgu leyti gallaða aðferðafræði og of virkjanamiðaða. Okkur finnst einnig skorta mjög upp á upplýsingagjöf til almennings um Hvalárvirkjun og breyttar fyrirætlanir framkvæmdaaðila oft óskýrar. Nafnið Hvalárvirkjun gefur ekki rétta mynd af umfangi virkjunarinnar, enda teljum við eins og heimamenn að mest eftirsjá sé af fossaröðinni í Evyindarfjarðará, en hún mun þurrkast upp. Ennfremur stenst sú fullyrðing að virkjunin hafi stækkað á teikniborðinu úr 35 í 55 MW, en vissum ekki að skýringin væri sú að vatnsrennsli hefði reynst meira á svæðinu. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig svo mikil mæliskekkja á vatnsmagni geti verið frá upprunalegum áætlunum um virkjunina og hvort fleiri mælingar sem liggi til grundvallar henni séu eins ónákvæmar? Þar sem áætlanir gerðu ráð fyrir 35 MW virkjun, sem stækka á í 55 MW, hlýtur að vera eðlilegt að spyrja hvort ekki megi þá hlífa Eyvindarfjarðará? Þannig yrði stórbrotnu vatnasviði Eyvindarfjarðar hlíft og kostnaður við virkjunina yrði minni. Við föllumst ekki á þá röksemd að aukningin á vatnsmagni verði á kostnað náttúru svæðisins. Annars er rétt að halda því til haga að okkur hugnast engin virkjun á þessu stórbrotna svæði við dyragætt Hornstranda. Við ætlum ekki að munnhöggvast frekar við þingmanninn fyrrverandi í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum. Við bíðum þó enn eftir svari við tveimur spurningum sem við höfum lagt fyrir hann endurtekið:1) Truflar það hann ekki að vatnsréttindi í Eyvindarfjarðará séu í eigu ítalsks huldubaróns, Felix von Longo-Liebenstein, sem seldi þau til VesturVerks sem nú er í 70% eigu HS Orku, sem aftur er í 68% eigu kanadíska milljarðamæringsins, Ross Beaty, að því er virðist í gegnum skúffufyrirtæki í Svíþjóð?2) Hefur hann skoðað fossana í návígi, og þá ekki eingöngu Hvalárfossa, heldur fossaraðirnar upp með ánum Rjúkandi, Hvalá og Evindarfjarðará?Höfundar eru læknar og náttúruverndarsinnar.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar