Óvænt beygja Irmu forðaði Flórídabúum frá verri flóðum Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2017 10:37 Áin St. Johns í Jacksonville flæddi yfir bakka sína þegar leifar Irmu fóru þar yfir í gær. Beygja fellibyljarins yfir land dró úr flóðum á viðkvæmum stöðum á vesturströndinni. Þess í stað fengu staðir á austurströndinni meiri gusu. Vísir/AFP Flóðin sem varað hafði verið við í Flórída af völdum fellibyljarins Irmu reyndust ekki eins slæm og veðurfræðingar höfðu óttast. Ófyrirséðar breytingar á slóð Irmu hlífðu viðkvæmum svæðum við enn verri flóðum. Irma hefur verið metstormur, ekki síst hvað varðar langlífi. Þannig hefur enginn Atlantshafsfellibylur haldið 83 m/s hámarksvindstyrk í jafnlangan tíma og Irma, 37 klukkustundir. Hátt í þrjátíu dauðsföll af völdum Irmu hafa verið staðfest, fyrst og fremst á eyjum í Karíbahafi. Skiljanlega óttuðust menn því það versta þegar Irma stefndi á Flórídaskaga þar sem láglendir þéttbýlisstaðir lágu vel við höggi fyrir sjávarflóð og úrhelli úr öflugum fellibyl.Kúba tók hluta höggsins Verulegt tjón hefur orðið á Flórída, ekki síst á Keys-eyjunum þar sem Irma gekk fyrst á land sem fjórða stigs fellibylur. Fleiri en sex milljónir heimila hafa misst rafmagn og er óttast að það taki marga daga eða jafnvel vikur að koma því aftur á. Engu að síður virðast vendingar á leið Irmu hafa forðað viðkvæmum og þéttbýlum stöðum frá enn verri hörmungum.Í Havana hefur djúpt vatn legið yfir götum eftir fellibylinn Irmu.Vísir/AFPÍ fyrsta lagi fór miðja Irmu yfir norðurströnd Kúbu þegar hún var enn flokkuð sem fimmta stigs fellibylur. Það dró nokkuð úr styrk fellibyljarins sem fór þá niður í þriðja stig. Þó að hann hafi síðan endurheimt hluta styrks síns á leiðinni til Flórída var stormurinn þá veikari en ella. Gæfa Flórídabúa var hins vegar ógæfa Kúbverja. Að minnsta kosti tíu manns fórust á eyjunni í fellibylnum.Beygja inn á land á heppilegum tíma Sjávarflóð eru fylgifiskur fellibylja þegar öflugir vindar þeirra blása sjónum í átt að landi, ekki síst þegar þau fara saman við háflóð. Í Naples, sunnarlega á skaganum, hafði verið varað við allt að tveggja metra sjávarflóði. Þegar Irma fikraði sig upp Flórídaskaga tók hún óvænta beygju inn á land rétt áður en hún kom að Naples. Það bjargaði þéttbýlissvæðum meðfram vesturströndinni eins og Tampa, Sarasota og Fort Myers frá frekari flóðum.Vegir nærri Naples lokuðust vegna braks af völdum Irmu. Sjávarflóðin þar urðu þó minni en óttast hafði verið.Vísir/AFPEins og útskýrt er í umfjöllun New York Times snúast fellibyljir á norðurhveli jarðar rangsælis um sjálfa sig. Því skiptir nákvæm slóð þeirra miklu máli upp á sjávarflóðin. Hefði Irma haldið sig vestar af vesturströnd Flórída í stað þess að færast austar inn á land hefði eystri og öflugasti hluti fellibyljarins ausið enn meiri sjó yfir vesturströndina. Þegar miðja Irmu var farin norður yfir þessi þéttbýlissvæði og vestanvindurinn blés sjónum í átt að landi hafði dregið verulega úr styrk stormsins og flóðin urðu því ekki eins mikil á vesturströndinni.Flæddi á austurströndinni Irma var hins vegar svo stór að hún náði yfir nær allan Flórídaskagann þegar hún færði sig norður. Austurströnd ríkisins varð því fyrir barðinu á sjávarflóðum þegar Irma blés sjónum að landi þar. Þannig hækkaði sjávarstaða um 1,2 metra í Miami og vatn flæddi yfir götur í miðborginni. Flóðin hefðu þó orðið mun verri þar hefði Irma fært sig austar fyrr en hún gerði. Í Jacksonville, norðaustast í Flórída, urðu einnig mikil flóð af völdum Irmu.Irma er einn alöflugasti fellibylur sem menn hafa upplýsingar um. Þegar hann gekk á land á norðurhluta Kúbu var hann fimmta stigs fellibylur.Vísir/AFPVeðurfræðingar hafa skyldu til að vara við því versta Þrátt fyrir að afleiðingar Irmu á Flórída hafi orðið skárri en á horfðist er þó ekki þar með sagt að veðurfræðingar hafi hlaupið á sig með grafalvarlegum viðvörunum sem þeir gáfu út vegna fellibyljarins. Jason Samenow, yfirveðurfræðingur Washington Post, segir að þar til veðurspár eru orðnar nógu nákvæmar til að sjá fyrir hverja einustu vendingu á slóð fellibyls verði veðurfræðingar að reikna með því versta. Í mörgum tilfellum geti það þó þýtt að afleiðingar storma verði minni en spá gera ráð fyrir. „Í ljósi þess sem er í húfi ef það versta gerist og hugsanleg fórnarlömb þurfa að vera undir það búin hafa veðurfræðingar brýna skyldu til að greina frá möguleikanum,“ skrifar Samenow. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27 Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Flóðin sem varað hafði verið við í Flórída af völdum fellibyljarins Irmu reyndust ekki eins slæm og veðurfræðingar höfðu óttast. Ófyrirséðar breytingar á slóð Irmu hlífðu viðkvæmum svæðum við enn verri flóðum. Irma hefur verið metstormur, ekki síst hvað varðar langlífi. Þannig hefur enginn Atlantshafsfellibylur haldið 83 m/s hámarksvindstyrk í jafnlangan tíma og Irma, 37 klukkustundir. Hátt í þrjátíu dauðsföll af völdum Irmu hafa verið staðfest, fyrst og fremst á eyjum í Karíbahafi. Skiljanlega óttuðust menn því það versta þegar Irma stefndi á Flórídaskaga þar sem láglendir þéttbýlisstaðir lágu vel við höggi fyrir sjávarflóð og úrhelli úr öflugum fellibyl.Kúba tók hluta höggsins Verulegt tjón hefur orðið á Flórída, ekki síst á Keys-eyjunum þar sem Irma gekk fyrst á land sem fjórða stigs fellibylur. Fleiri en sex milljónir heimila hafa misst rafmagn og er óttast að það taki marga daga eða jafnvel vikur að koma því aftur á. Engu að síður virðast vendingar á leið Irmu hafa forðað viðkvæmum og þéttbýlum stöðum frá enn verri hörmungum.Í Havana hefur djúpt vatn legið yfir götum eftir fellibylinn Irmu.Vísir/AFPÍ fyrsta lagi fór miðja Irmu yfir norðurströnd Kúbu þegar hún var enn flokkuð sem fimmta stigs fellibylur. Það dró nokkuð úr styrk fellibyljarins sem fór þá niður í þriðja stig. Þó að hann hafi síðan endurheimt hluta styrks síns á leiðinni til Flórída var stormurinn þá veikari en ella. Gæfa Flórídabúa var hins vegar ógæfa Kúbverja. Að minnsta kosti tíu manns fórust á eyjunni í fellibylnum.Beygja inn á land á heppilegum tíma Sjávarflóð eru fylgifiskur fellibylja þegar öflugir vindar þeirra blása sjónum í átt að landi, ekki síst þegar þau fara saman við háflóð. Í Naples, sunnarlega á skaganum, hafði verið varað við allt að tveggja metra sjávarflóði. Þegar Irma fikraði sig upp Flórídaskaga tók hún óvænta beygju inn á land rétt áður en hún kom að Naples. Það bjargaði þéttbýlissvæðum meðfram vesturströndinni eins og Tampa, Sarasota og Fort Myers frá frekari flóðum.Vegir nærri Naples lokuðust vegna braks af völdum Irmu. Sjávarflóðin þar urðu þó minni en óttast hafði verið.Vísir/AFPEins og útskýrt er í umfjöllun New York Times snúast fellibyljir á norðurhveli jarðar rangsælis um sjálfa sig. Því skiptir nákvæm slóð þeirra miklu máli upp á sjávarflóðin. Hefði Irma haldið sig vestar af vesturströnd Flórída í stað þess að færast austar inn á land hefði eystri og öflugasti hluti fellibyljarins ausið enn meiri sjó yfir vesturströndina. Þegar miðja Irmu var farin norður yfir þessi þéttbýlissvæði og vestanvindurinn blés sjónum í átt að landi hafði dregið verulega úr styrk stormsins og flóðin urðu því ekki eins mikil á vesturströndinni.Flæddi á austurströndinni Irma var hins vegar svo stór að hún náði yfir nær allan Flórídaskagann þegar hún færði sig norður. Austurströnd ríkisins varð því fyrir barðinu á sjávarflóðum þegar Irma blés sjónum að landi þar. Þannig hækkaði sjávarstaða um 1,2 metra í Miami og vatn flæddi yfir götur í miðborginni. Flóðin hefðu þó orðið mun verri þar hefði Irma fært sig austar fyrr en hún gerði. Í Jacksonville, norðaustast í Flórída, urðu einnig mikil flóð af völdum Irmu.Irma er einn alöflugasti fellibylur sem menn hafa upplýsingar um. Þegar hann gekk á land á norðurhluta Kúbu var hann fimmta stigs fellibylur.Vísir/AFPVeðurfræðingar hafa skyldu til að vara við því versta Þrátt fyrir að afleiðingar Irmu á Flórída hafi orðið skárri en á horfðist er þó ekki þar með sagt að veðurfræðingar hafi hlaupið á sig með grafalvarlegum viðvörunum sem þeir gáfu út vegna fellibyljarins. Jason Samenow, yfirveðurfræðingur Washington Post, segir að þar til veðurspár eru orðnar nógu nákvæmar til að sjá fyrir hverja einustu vendingu á slóð fellibyls verði veðurfræðingar að reikna með því versta. Í mörgum tilfellum geti það þó þýtt að afleiðingar storma verði minni en spá gera ráð fyrir. „Í ljósi þess sem er í húfi ef það versta gerist og hugsanleg fórnarlömb þurfa að vera undir það búin hafa veðurfræðingar brýna skyldu til að greina frá möguleikanum,“ skrifar Samenow.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27 Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. 12. september 2017 06:00 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Innlent Varað við hálku á Hellisheiði Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Sjá meira
Óíbúðarhæft á Florida Keys næstu vikurnar Rúmlega 6.5 milljónir heimila í Flórída, tveir þriðju hlutar allra heimila í ríkinu, eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Irma gekk þar yfir um helgina. 12. september 2017 07:27
Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Vitað er um fjóra sem fórust er fellibylurinn Irma skall á Flórída. Irma taldist í gær annars stigs hitabeltisóveður. Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu nýta öll úrræði til að hjálpa íbúum ríkisins. 12. september 2017 06:00