Green Bay og Dallas byrja vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. september 2017 12:36 Elliott var magnaður í liði Dallas í gær. Vísir/Getty Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3 NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sjá meira
Tólf leikir fóru fram á annasömum degi í NFL-deildinni í gær þar sem stórlið Green Bay Packers og Dallas Cowboys byrjuðu á sigurbraut. Bæði lið lögðu sterka andstæðinga að velli í fyrstu umferðinni. Dallas sendi skýr skilaboð með sigri á New York Giants, sem var án útherjans skrautlega Odell Beckham sem meiddist á undirbúningstímabilinu. Án Beckham skoraði Giants aðeins eitt vallarmark í leiknum og ekki eitt einasta snertimark. Sjá einnig: Meistararnir flengdir í fjórða leikhluta Ezekiel Elliott spilaði hins vegar í leiknum en þessi magnaði hlaupari í liði Dallas hafði verið dæmdur í sex leikja bann af NFL-deildinni fyrir heimilsofbeldi. Hann kærði hins vegar deildina fyrir bannið og fékk sínu í gegn. Elliot var því heimilt að spila á meðan að mál hans þvælist í dómskerfinu í Banda´rikjunum. Elliot skilaði samtals 140 jördum í leiknum sem gerði það að verkum að Dallas stýrði ferðinni í leiknum. Leikstjórnandinn Dak Prescott gaf eina snertimarkssendingu í leiknum, á innherjann þaulreynda Jason Witten.Russell Wilson.Vísir/GettyWilson hikstaði Sókn Seattle-liðsins og leikstjórnandinn Russell Wilson hafa átt betri daga en gegn Green Bay Packers í gærkvöldi. Þrátt fyrir að hin magnaða vörn Seattle hafi staðið sína plikt - fellt Aaron Rodgers fjórum sinnum og með eitt inngrip - náði sóknin ekki að færa sér það í nyt. Rodgers nýtti sér það og gaf snertimarkssendingu á Jordy Nelson í síðari hálfleik sem fór langt með að gera út um leikinn fyrir Green Bay. Lokatölur voru 17-9 en Seattle náði aldrei að ógna forystunni undir lok leiksins. Wilson skilaði aðeins 158 sendingajördum í leiknum og eini maðurinn sem skoraði stig í leiknum var sparkarinn Blair Walsh. Meðal annarra úrslita má nefna stórsigur LA Rams á Indianapolis Colts, 46-9, í fyrsta leik Sean McVay sem aðalþjálfara Rams. McVay er aðeins 31 árs gamall. Andrew Luck er fjarri góðu gamni vegna meiðsla en Scott Tolzien fyllti í skarð hans í stöðu leikstjórnanda Colts. Tolzien var felldur fjórum sinnum og kostaði boltanum tvívegis í hendur andstæðinganna. Næstu leikir sem sýndir verða beint á Stöð 2 Sport verða viðureignir New Orleans Saints og New England Patriots (kl. 17.00) og leikur Denver Broncos og Dallas Cowboys (kl. 20.20) á sunnudag.Úrslit gærdagsins: Buffalo - NY Jets 21-12 Chicago - Atlanta 17-23 Cincinnati - Baltimore 0-20 Cleveland - Pittsburgh 18-21 Detroit - Arizona 35-23 Houston - Jacksonville 7-29 Tennesse - Oakland 16-26 Washington - Philadelphia 17-30 LA Rams - Indianapolis 46-9 Green Bay - Seattle 17-9 San Francisco - Carolina 3-23 Dallas - NY Giants 19-3
NFL Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir „Donald Trump er algjör hálfviti“ Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sjá meira