Bein útsending: Íbúum í Jacksonville sagt að flýja söguleg flóð Kjartan Kjartansson, Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. september 2017 05:52 Skútum og bátum hefur skolað upp á land í veðurofsanum á Flórída. Vísir/AFP Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira