Varað við gríðarstórum flóðbylgjum Þórdís Valsdóttir skrifar 10. september 2017 16:30 Irma skall á vesturströnd Flórídaskaga í dag. Búist er við því að fellibylurinn muni fikra sig upp vesturströndina næsta sólarhringinn. Vísir/Getty Fellibylurinn Irma skall á Flórídaríki fyrr í dag. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varar við flóðbylgjum sem gætu orðið 4,5 metrar á hæð. Í tilkynningu frá miðstöðinni kom fram að það sé yfirvofandi hætta á lífshættulegum flóðbylgjum á meirihluta vesturstrandar Flórídaskaga. Um hádegi á staðartíma var sagt frá því að götur í miðborg Miami minni á ár, en vatnshæðin þar nær íbúum upp að mitti. Sjá má myndband af flóðunum hér að neðan. Streets turning into rivers in the Brickell area due to #Irma storm surge pic.twitter.com/pZFXzub0nJ— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 10, 2017Þrjú dauðsföll eru staðfest í fylkinu og hefur vindhraði fellibylsins mælst 58 m/s. Irma, sem hafði lækkuð niður í þriðja stigs fellibyl hefur náð enn meiri krafti og er því aftur flokkuð sem fjórða stigs fellibylur. Irma hefur kjagað örlítið austar en áætlað var og því er fylgst náið með því hvar hún mun koma á land. Íbúar á þeim svæðum sem áður var talið að myndu ekki lenda í auga Irmu hafa því þurft að bregðast snögglega við breyttri stefnu fellibylsins. Hægt er að fylgjast með ferðum Irmu hér að neðan.Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur verið í sambandi við ríkisstjóra nokkurra suðurríkja nú í dag, þegar Irma nálgast meginland Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld í Tampa, St.Petersburg og Manatee sýslu hafa sett á útgöngubönn til reyna að takmarka skaða fellibylsins, Íbúar á þessum svæðum er skipað að halda sig heima fyrir eða í neyðarskýlum. Áhrif fellibylja eru margvísleg en um 1,43 milljónir heimila í Flórídaríki eru án rafmagns, það eru um 29 prósent heimila í ríkinu. Fellibylurinn Irma Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Fellibylurinn Irma skall á Flórídaríki fyrr í dag. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna varar við flóðbylgjum sem gætu orðið 4,5 metrar á hæð. Í tilkynningu frá miðstöðinni kom fram að það sé yfirvofandi hætta á lífshættulegum flóðbylgjum á meirihluta vesturstrandar Flórídaskaga. Um hádegi á staðartíma var sagt frá því að götur í miðborg Miami minni á ár, en vatnshæðin þar nær íbúum upp að mitti. Sjá má myndband af flóðunum hér að neðan. Streets turning into rivers in the Brickell area due to #Irma storm surge pic.twitter.com/pZFXzub0nJ— WPLG Local 10 News (@WPLGLocal10) September 10, 2017Þrjú dauðsföll eru staðfest í fylkinu og hefur vindhraði fellibylsins mælst 58 m/s. Irma, sem hafði lækkuð niður í þriðja stigs fellibyl hefur náð enn meiri krafti og er því aftur flokkuð sem fjórða stigs fellibylur. Irma hefur kjagað örlítið austar en áætlað var og því er fylgst náið með því hvar hún mun koma á land. Íbúar á þeim svæðum sem áður var talið að myndu ekki lenda í auga Irmu hafa því þurft að bregðast snögglega við breyttri stefnu fellibylsins. Hægt er að fylgjast með ferðum Irmu hér að neðan.Donald Trump forseti Bandaríkjanna hefur verið í sambandi við ríkisstjóra nokkurra suðurríkja nú í dag, þegar Irma nálgast meginland Bandaríkjanna óðfluga. Yfirvöld í Tampa, St.Petersburg og Manatee sýslu hafa sett á útgöngubönn til reyna að takmarka skaða fellibylsins, Íbúar á þessum svæðum er skipað að halda sig heima fyrir eða í neyðarskýlum. Áhrif fellibylja eru margvísleg en um 1,43 milljónir heimila í Flórídaríki eru án rafmagns, það eru um 29 prósent heimila í ríkinu.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira