Irma stefnir upp vesturströndina: „Við héldum að við værum örugg“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. september 2017 12:00 Íbúar í Tampa hafa streymt í neyðarskýli. Vísir/afp Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld. Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Fellibylurinn Irma nálgast Flórída-skaga óðfluga og er nú farinn að lemja á eyjum undan suðurodda skagans. Irma stefnir á vesturstönd skagans og kom það embættismönnum þar í opna skjöldu. Gert hafði verið ráð fyrir að Irma myndi spæna upp miðjan skagann en í nótt tók fellibylurinn stefnuna að vesturströnd skagans. Reiknað er þvi með að fjölmennar stórborgir á borð við Miami muni því ekki finna fyrir Irmu af fullum þunga.Sjá einnig:Bein útsending - Irma skellur á FlórídaÞað mun þó milljónaborgin Tampa gera og embættismenn í nærliggjandi sýslum höfðu ekki búist við að fá Irmu beint í fangið, eins og nú er útlit fyrir. „Við héldum að við værum örugg,“ sagði talskona Collier-sýslu á vesturströnd Flórída, í samtali við New York Times.Model forecast wind gusts are consistent w/Category 4 hurricane up entire Florida peninsula ... NWS forecasts have been nearly same.#Irma pic.twitter.com/JI0mroXcGR— Ryan Maue (@RyanMaue) September 9, 2017 Þegar því var spáð á fimmtudaginn að Irma gæti mögulega spænt upp vesturströndina reyndu yfirvöld á vesturströndinni að bregðast fljótt við og voru skýli og neyðaráætlanir útbúnar í flýti.Seint í gærkvöldi voru öll skýli full. Gert er ráð fyrir rúmlega 45 m/s vindhviðum og allt að 50 sentímetra rigningu á næstu dögum. Þá eru stórir hlutar Flórída við sjávarmál og óttast er að sjór muni ná langt inn á land. Sjávarmál gæti í raun hækkað um allt að fimm metra.Yfirvöld í Flórída hafa gefið það út að of seint sé að flýja Irmu. Íbúum í Collier-sýslu sem búa í tveggja hæða húsum eða meira og höfðu ekki flúið, var sagt að færa sig á efri hæðirnar. Útlit er fyrir að tjón af völdum Irmu verði gríðarlegt en reiknað er með að Irma muni skella á skaganum síðdegis í dag eða í kvöld.
Fellibylurinn Irma Tengdar fréttir Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30 Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27 Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15 Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47 Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Sjá meira
Segir of seint fyrir íbúa að flýja Ríkisstjóri Flórdía segir að þeir sem séu að reyna að flýja undan Irmu eigi að hætta við og finna næsta neyðarskýli. 9. september 2017 21:30
Eindregið varað við því að skjóta á Irmu Lögreglustjóri Pasco-sýslu í Flórída hefur gefið út viðvörun þess efnis að skotvopn muni ekki hefta för Irmu. Stórhættulegt sé að skjóta á fellibylinn. 10. september 2017 09:27
Irma hefur sogað sjóinn frá ströndum Bahama-eyja Kraftur Irmu hefur valdið því að sjórinn hefur sogast frá ströndum Bahama-eyja. Veðurfræðingur Washington Post segir þetta vera sjaldbæft veðurfyrirbæri. 10. september 2017 10:15
Á flótta undan storminum Fellibylurinn Irma mun skella á Flórídaskaga af fullum þunga seint í nótt og á morgun. Mikill viðbúnaður er á svæðinu og milljónir manna eru á flótta undan hamförunum. Íslensku pari var gert að yfirgefa hótelið sitt á svæðinu í dag en þau hafa þó ekki yfirgefið Orlando. 9. september 2017 19:47
Bein útsending: Irma skellur á Flórída Fellibylurinn Irma er nú á leið frá Kúbu til Flórída þar sem rúmlega sex milljónum manna hefur verið skipað að yfirgefa heimili sína og flýja. 10. september 2017 08:22