Ancelotti rekinn frá Bayern München Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 13:03 Carlo Ancelotti. Vísir/Getty Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst. Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Carlo Ancelotti stýrði liði Bayern München í síðasta sinn í gærkvöldi þegar liðið tapaði 3-0 á móti Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni. Fyrstu fregnir voru um að Ítalski þjálfarinn hafi hætt störfum en seinna kom í ljós að hann hafi verið rekinn. ESPN segist hafa heimildir fyrir því að Ancelotti hafi hætt sjálfur en ekki verið rekinn. Annað kom svo í ljós.Carlo Ancelotti has left his role as coach at Bayern Munich, sources close to the club have told ESPN FC: https://t.co/c870rDtGE9pic.twitter.com/tsiLq342AP — ESPN FC (@ESPNFC) September 28, 2017Presseerklärung: FC Bayern trennt sich von Carlo Ancelotti. https://t.co/hcibg8SzlSpic.twitter.com/D5VXNl22Kv — FC Bayern München (@FCBayern) September 28, 2017 Bæjarar áttu fá svör við leik franska liðsins í París í gær og það mátti heyra á yfirmönnum hjá félaginu að svona frammastaða kallaði á afleiðingar. Þetta var meðal annars versta tap liðsins í riðlakeppni Meistaradeildarinnar á þessari öld. Bayern München liðið hafði áður gert 2-2 jafntefli við VfL Wolfsburg á heimavelli í þýsku deildinni og er fyrir vikið dottið niður í þriðja sæti heima fyrir. Það hefur verið mikil óánægja með frammistöðu Bayern liðsins að undanförnu og pressan kom fyrst fyrir alvöru þegar Bæjarar töpuðu 2-0 á móti 1899 Hoffenheim í þýsku deildinni í byrjun mánaðarins. Ancelotti tók stórar ákvarðanir fyrir leikinn í gær. Stórstjörnurnar Franck Ribery, Arjen Robben og Mats Hummels voru allir á varamannabekknum og Jerome Boateng komst ekki einu sinni í hópinn. Robben kom ekki inná fyrr en að þeir Dani Alves, Edinson Cavani og Neymar voru búnir að koma PSG í 3-0. Hinn 58 ára gamli Ítali tók við liðinu af Pep Guardiola fyrir síðasta tímabil og liðið vann þýska meistaratitilinn í vor. Ancelotti hefur verið þjálfari stórliða í stærstu deildum Evrópu á undanförnum árum en á undan því að þjálfa liða Bayern München þá var hann með Real Madrid á Spáni, Paris Saint Germain í Frakklandi, Chelsea á Englandi og AC Milan á Ítalíu. Það hafa örugglega einhver stór félög í Evrópu áhuga á því að bjóða honum starf.Uppfært 13:50Bayern München hefur staðfest að Carlo Ancelotti hafi verið rekinn. Willy Sagnol stýrir liðinu þangað til nýr þjálfari finnst.
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn