Zuckerberg vísar gagnrýni Trump á bug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 07:24 Donald Trump er hrifinari af Twitter en Facebook-veldi Marks Zuckerberg. Vísir/Getty Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan. Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26