Zuckerberg vísar gagnrýni Trump á bug Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2017 07:24 Donald Trump er hrifinari af Twitter en Facebook-veldi Marks Zuckerberg. Vísir/Getty Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan. Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Stofnandi Facebook gefur lítið fyrir gagnrýni Bandaríkjaforseta sem telur að samfélagsmiðilinn sé andsnúinn sér. Donald Trump sakaði Facebook í gærkvöldi um leynimakk og að miðillinn hefði lagt á ráðin með fjölmiðlum sem hann hefur lengi talið hafa horn í síðu sinni.Facebook was always anti-Trump.The Networks were always anti-Trump hence,Fake News, @nytimes(apologized) & @WaPo were anti-Trump. Collusion?— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 27, 2017 Vísir greindi frá því að Facebook myndi á næstunni afhenda báðum deildum bandaríska þingsins gögn um auglýsingakaup rússneskra hugveita sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar vestanhafs í fyrra. Talið er að Rússarnir hafi keypt rúmlega 3000 auglýsingar yfir tveggja ára tímabil og greitt um 100 þúsund dali, rúmlega 10 milljónir króna, fyrir. Sjá einnig: Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Fulltrúar Facebook, Twitter og Google, hafa verið beðnir um að bera vitni fyrir rannsóknarnefnd öldungadeildarinnar sem kannar nú ásakanir um afskipti Rússa af forsetakosningunum. Facebook og Google hafa staðfest í samtali við fjölmiðla ytra að þau hafi fengið boðið en ekkert fyrirtækjanna hefur gefið út hvort það muni verða við því.Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, sagði í færslu í gærkvöldi að miðillinn væri vettvangur fyrir allar skoðanir. Að frátöldum „óæskilegum auglýsingum“ hefði Facebook ljáð fólki rödd og auðveldað samskipti þeirra á milli. Hann bætti jafnframt við að Facebook hefði bakað sér óvild jafnt meðal repúblikana sem og demókrata sem margir telja að sigur Trumps í fyrra megi rekja til óhefts flæðis falsfrétta um síðuna. Hann hét því að Facebook myndi halda baráttu sinni gegn misvísandi upplýsingum áfram og að allt yrði gert til að þjóðríki myndu ekki hafa áhrif á kosningar framtíðarinnar. Færslu hans má sjá hér að neðan.
Donald Trump Facebook Tengdar fréttir Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Auglýsingarnar lofuðu ýmist eða rægðu baráttusamtök svartra eins og Líf svartra skipta máli, allt eftir að hverjum þeim var beint. 26. september 2017 15:34
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26