Útsendarar Rússa ólu á sundrungu vestanhafs með Facebook-auglýsingum Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2017 15:34 Mark Zuckerberg og félagar hjá Facebook segja að rússnesku auglýsingarnar hafi aðeins verið lítill hluti af þeim auglýsingum sem voru keyptar fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/AFP Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni. Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Fjöldi þeirra þúsunda auglýsinga sem Rússar keyptu á Facebook í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra voru miðaðar að því að magna upp spennu á milli kynþátta og trúarhópa. Stjórnendur Facebook, stærsta samfélagsmiðils heims, hafa viðurkennt að starfsmenn þess hafi fundið að minnsta kosti 3.000 auglýsingar sem Rússar keyptu. Þær voru keyptar í gegnum 470 gervisíður og reikninga fyrir að minnsta kosti hundrað þúsund dollara. Hluti auglýsinganna virðist hafa haft það að markmiði að ala á sundrungu í bandarísku samfélagi. Washington Post hefur eftir fólki sem þekkir til auglýsinganna að sumar þeirra hafi farið lofsamlegum orðum um baráttuhópa svartra eins og Líf svartra skipta máli en í öðrum hafi því verið haldið fram að sömu hópar væru vaxandi pólitísk ógn. Í enn öðrum var athygli vakin á stuðningi múslimakvenna við Hillary Clinton. Auglýsingarnar birtust ólíkum hópum notenda sem voru skilgreindir út frá pólitískum og lýðfræðilegum einkennum þeirra. Leyniþjónustunefndir Bandaríkjaþings ætla að fara yfir auglýsingarnar sem Facebook hefur afhent upplýsingar um á næstu vikum.Bandarískir rannsakendur kanna nú hvort að forsetaframboð Trump hafi staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Frá fundi Trump með sendiherra og utanríkisráðherra Rússlands í vor.Vísir/AFPEkki yfirlýst beint að kosningunumSundrungaráróðrinum sem Rússar keyptu er sagður svipa til málflutnings Donalds Trump og stuðningsmanna hans sem var dreift á samfélagsmiðlum og hægrisinnuðum vefsíðum í kosningabaráttunni. Nokkrar þingnefndir og sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytins rannsaka nú hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld. Alex Stamos, yfirmaður öryggismála Facebook, lýsti því yfir fyrr í þessum mánuði að flestar auglýsinganna hafi ekki minnst beint á forsetakosningarnar eða neinn ákveðinn frambjóðanda. „Hins vegar virtust auglýsingarnar og reikningarnir beinast að því að magna upp sundrandi félagsleg og pólitísk skilaboð yfir allt pólitíska litrófið og komu inn á málefni allt frá LGBT-málum til kynþáttamála, innflytjenda og byssueignar,“ sagði Stamos í yfirlýsingu sinni.
Donald Trump Tengdar fréttir Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41 Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06 Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Facebook seldi rússnesku fyrirtæki auglýsingar fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum Fréttirnar vekja spurningar um hvar Rússarnir fengu upplýsingar um að hvaða hópum kjósenda þeir ættu að beina auglýsingunum. 6. september 2017 20:41
Rússar reyndu að njósna um Macron í gegnum Facebook Njósnarar á snærum rússneskra stjórnvalda eru sagðir hafa reynt að nota gervimenn á Facebook til að snuðra um bandamenn Emmanuel Macron í kosningabaráttunni fyrir forsetakosningarnar í vor. 27. júlí 2017 14:06
Facebook afhendir þinginu Rússagögnin Facebook mun veita báðum deildum bandaríska þingsins aðgang að gögnum er varða kaup rússneskra fyrirtækja á auglýsingum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. 22. september 2017 08:26