Manntjón og eyðilegging í Mexíkó Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. september 2017 06:00 Björgunarfólk kallar eftir þögn með því að lyfta höndum. Það eykur líkurnar á að heyra í þeim gröfnu. vísir/afp Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Að minnsta kosti þrjátíu börn fórust og þrjátíu til viðbótar var saknað eftir að skóli þeirra hrundi í jarðskjálftanum sem skók Mexíkó á þriðjudag. Frá þessu greindi Enrique Pena Nieto, forseti Mexíkó, í gær. Skjálftinn, sem mældist 7,1 stig, olli gífurlegu tjóni í Mexíkóborg og nærliggjandi ríkjum og er talið að alls hafi að minnsta kosti 216 farist í hamförunum. Upptök skjálftans voru nærri Atencingo í Puebla-ríki, nærri 120 kílómetra frá Mexíkóborg. Flestir létust hins vegar í Mexíkóborg, 86 talsins. Þá fórst 71 í Morelos-ríki og 43 í Puebla-ríki. Alfredo del Mazo Maza, ríkisstjóri Mexíkó, lokaði öllum skólum Mexíkó-ríkis í dag og ákvað sömuleiðis að allar almenningssamgöngur yrðu ókeypis. Menntamálaráðuneyti Mexíkó greindi frá því í gær að 209 skólabyggingar hefðu skemmst vegna skjálftans, þar af 15 illa. Björgunarfólk hefur nýtt hverja stund til þess að leita að fólki sem festist undir braki úr byggingum en fjölmörg hús hrundu í skjálftanum, þar af 39 í Mexíkóborg. Hefur björgunarfólkið notið aðstoðar hermanna, lögreglu, slökkviliðs og sjálfboðaliða. Í samtali við Televisa sagði Miguel Angel Mancera borgarstjóri í gær að á meðal bygginganna væru sex hæða íbúðablokk, matvöruverslun og verksmiðja. Þá greindi sjónvarpsstöðin jafnframt frá því að 26 hefði verið bjargað úr rústum byggingar sem áður stóð við Álvaro Obregón-stræti en þrettán væru enn fastir í rústunum. Innviðir Mexíkóborgar eru afar laskaðir eftir hamfarirnar og greindi BBC frá því í gær að um tvær milljónir væru án rafmagns og símasambands. Borgarbúar voru jafnframt varaðir við því að reykja úti á götu þar sem gasleiðslur gætu hafa skemmst. Stutt er síðan 8,2 stiga skjálfti reið yfir Mexíkó en að sögn jarðfræðings hjá BBC virðast skjálftarnir ótengdir. Um 650 kílómetrar eru á milli upptaka skjálftanna en venjulega eru eftirskjálftar með upptök innan við 100 kílómetra frá upptökum upprunalega skjálftans. Þá voru á þriðjudag 32 ár liðin frá því að stór skjálfti reið yfir Mexíkóborg og varð um tíu þúsund manns að bana. 400 byggingar hrundu í þeim skjálfta. Skjálfti þriðjudagsins reið yfir þegar jarðskjálftaæfing var haldin í tilefni af afmæli gamla skjálftans og samkvæmt mexíkóskum fjölmiðlum mistúlkuðu allnokkrir skjálftaviðvaranir sem hluta æfingarinnar. Nítján jarðskjálftar, sterkari en 6,5 stig, hafa riðið yfir svæðið í 250 kílómetra radíus frá upptökum skjálfta þriðjudagsins undanfarna öld. Er það vegna þess að í Mexíkó er einna mest skjálftavirkni í heiminum enda er ríkið á flekaskilum þriggja af stærstu jarðskorpuflekum plánetunnar, Norður-Ameríkuflekans, Kókosflekans og Kyrrahafsflekans.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30 Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28 Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Fleiri fréttir Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Sjá meira
Íslendingur búsettur í Mexíkó segir ástandið mjög slæmt Mexíkósk yfirvöld hafa staðfest að 32 börn og 5 kennarar fórust þegar grunnskóli í Mexíkóborg hrundi í jarðskjálftanum 20. september 2017 19:30
Rúmlega 250 látnir í Mexíkó Þar af létust 20 börn er grunnskóli hrundi til grunna eftir jarðskjálftann. 20. september 2017 06:28