Koma Hester á Krókinn tafðist vegna fellibylsins Irmu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2017 13:00 Antonio Hester mætir aftur til leiks í næstu viku. visir/anton Lið Tindatóls í Domino´s-deild karla í körfubolta fær ekki Bandaríkjamanninn Antonio Hester til liðs við sig fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku, aðeins níu dögum fyrir fyrsta leik liðsins á móti ÍR. Það er þó ansi góð ástæða fyrir seinkun Hesters en hann býr í Flórídaríki í Bandaríkjunum og varð því fyrir barðinu á fellibylnum Irmu sem lék fólk vestanhafs ansi grátt. Fleiri milljónir manna glímdu við rafmagnsleysi vegna Irmu sem lagði allt er hún snerti í rúst en rafmagnslaust var í Miami í rúma viku. Ofan á allt saman var Hester með nýfædd barn í miðjum storminum og hefur því verið nóg að gera hjá honum heima fyrir að koma öllu í stand áður en hann kemst aftur til Íslands. „Það er búin að vera algjör ringulreið þarna. Það var rafmagnslaust í rúma viku og það er bara nýbúið að opna opinberar stofnanir þarna aftur upp á að fá pappírana í gegn. Það er samt búið að panta flugið og hann lendir þann 26. í næstu viku,“ segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi. Hester kom eins og stormsveipur inn í lið Tindastóls á síðustu leiktíð og hann hefur ekki setið aðgerðarlaus í sumar. Eins og greint var frá í ágúst hélt Hester sér í formi í sumar meðal annars með því að spila við NBA-ofurstjörnurnar James Harden og John Wall. Jester var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s-deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vitum alveg hvað við erum að fá þannig við erum ekkert stressaðir,“ segir Stefán Jónsson. Dominos-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira
Lið Tindatóls í Domino´s-deild karla í körfubolta fær ekki Bandaríkjamanninn Antonio Hester til liðs við sig fyrr en á þriðjudaginn í næstu viku, aðeins níu dögum fyrir fyrsta leik liðsins á móti ÍR. Það er þó ansi góð ástæða fyrir seinkun Hesters en hann býr í Flórídaríki í Bandaríkjunum og varð því fyrir barðinu á fellibylnum Irmu sem lék fólk vestanhafs ansi grátt. Fleiri milljónir manna glímdu við rafmagnsleysi vegna Irmu sem lagði allt er hún snerti í rúst en rafmagnslaust var í Miami í rúma viku. Ofan á allt saman var Hester með nýfædd barn í miðjum storminum og hefur því verið nóg að gera hjá honum heima fyrir að koma öllu í stand áður en hann kemst aftur til Íslands. „Það er búin að vera algjör ringulreið þarna. Það var rafmagnslaust í rúma viku og það er bara nýbúið að opna opinberar stofnanir þarna aftur upp á að fá pappírana í gegn. Það er samt búið að panta flugið og hann lendir þann 26. í næstu viku,“ segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi. Hester kom eins og stormsveipur inn í lið Tindastóls á síðustu leiktíð og hann hefur ekki setið aðgerðarlaus í sumar. Eins og greint var frá í ágúst hélt Hester sér í formi í sumar meðal annars með því að spila við NBA-ofurstjörnurnar James Harden og John Wall. Jester var mjög öflugur með Tindastól í Domino´s-deildinni síðasta vetur þar sem hann skoraði 23,4 stig og tók 10,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vitum alveg hvað við erum að fá þannig við erum ekkert stressaðir,“ segir Stefán Jónsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Fleiri fréttir Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Sjá meira