Goran Dragic um Luka Doncic: Hann verður einn sá besti í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2017 16:45 Luka Doncic og Goran Dragic voru í úrvalsliðinu með þeim Pau Gasol, Aleksei Shved og Bogdan Bogdanovic. Vísir/Getty Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan. EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Goran Dragic og Luka Doncic urðu ekki bara Evrópumeistarar saman með slóvenska landsliðinu á sunnudagskvöldið heldur voru þeir einnig valdir báðir í úrvalslið Evrópumótsins. Goran Dragic skoraði 35 stig í úrslitaleiknum þar sem Slóvenía vann Serbíu 93-85 og var eftir leikinn kosinn besti leikmaður keppninnar. Dragic er að hætta með slóvenska landsliðinu en hinn átján ára gamli Luka Doncic er rétt að byrja ferilinn sinn. Dragic talaði afar vel um Doncic eftir mótið. „Munið það sem ég segi. Hann verður einn sá besti í heimi,“ sagði Goran Dragic um Luka Doncic. Luka Doncic spilar með Real Madrid þessa dagana en það þykir nokkuð öruggt að hann verði valinn í NBA-deildina næsta sumar. Spænskir fjölmiðlar hafa hinsvegar lítið aðgengi að Luka Doncic þar sem Real Madrid passar vel upp á strákinn sem er ennþá bara átján ára gamall þótt að hann spili leikinn eins og 28 ára reynslubolti. „Luka er að mínu mati besti leikmaðurinn í Evrópu af þeim sem eru ekki orðnir 26 ára,“ sagði Goran Dragic. Það er ekkert smá hrós fyrir átján ára strák enda Dragic telur þar með að hann sé þegar betri en menn eins og Kristaps Porzingis, Dennis Schroder og Bogdan Bogdanovic. Luka Doncic meiddist í úrslitaleiknum en hafði verið nálægt þrennunni í undanúrslitaleiknum á móti Spáni (11 sitg, 12 fráköst og 8 stoðsendingar) og skoraði 27 stig á móti Lettum í átta liða úrslitunum. Goran Dragic þekkir vel til Luka Doncic og er búinn að gera lengi. Hann spilaði nefnilega með föður Luka Doncic í Slóveníu. Sasa Doncic og Goran Dragic urðu nefnilega slóvenskir meistarar saman árið 2008 þegar Sara var 34 ára og Luka 9 ára. Árið eftir var Dragic kominn til Phoenix Suns í NBA-deidlinni og hefur spilað þar síðan.
EM 2017 í Finnlandi Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira