Handbolti

Anton og Jónas dæma hjá þýsku meisturunum í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anton og Jónas eru fremsta dómarapar Íslendinga um þessar mundir.
Anton og Jónas eru fremsta dómarapar Íslendinga um þessar mundir. vísir/stefán
Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma leik Rhein-Neckar Löwen og Wisla Plock í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag.

Þetta er fyrsti leikurinn sem Anton og Jónas dæma í Meistaradeildinni á tímabilinu. Í fyrra dæmdu þeir sjö leiki í Meistaradeildinni.

Með Löwen, sem hefur orðið þýskur meistari undanfarin tvö ár, leika Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson. Sá síðarnefndi hefur þó ekkert leikið með liðinu í vetur vegna meiðsla.

Löwen gerði 31-31 jafntefli við Barcelona í 1. umferð riðlakeppninnar á meðan Wisla Plock tapaði fyrir Evrópumeisturum Vardar, 22-26.


Tengdar fréttir

Löwen og Barcelona skilu jöfn

Rhein-Neckar Löwen og Barcelona gerðu 31-31 jafntefli í hörkuleik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×