Við látum verkin tala Þorsteinn Víglundsson skrifar 9. október 2017 14:47 Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Viðreisn lagði upp í þetta kjörtímabil með metnaðarfull áform um aðgerðir til að bæta lífskjör hér á landi. Við lögðum áherslu á að lækka vaxtastigið í landinu, setja velferðina í forgang á grundvelli traustrar hagstjórnar og grípa aðgerða til að eyða kynbundnum launamun með jafnlaunavottun svo dæmi séu tekin. Við töluðum fyrir hagsmunum almennings í landbúnaðarmálum. Þó svo stjórnarsamstarfið hafi ekki reynst langlíft erum við stolt af því sem við komum í verk. Á aðeins 9 mánuðum náðum við aðGreiða skuldir ríkissjóðs niður um 200 milljarða og lækka vaxtakostnað um 20%. Þeir fjármunir nýtast vel í önnur verkefni svo sem velferðarmál.Lögbinda jafnlaunavottun, eitt stærsta skrefið sem stigið hefur verið til að útrýma kynbundnum launamun. Aðgerðin vakti heimsathygli enda Ísland fyrsta landið til að grípa til svo róttækra aðgerða.Setja velferðina í forgang. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar voru útgjöld til velferðar og menntamála aukin um 106 milljarða á föstu verðlagi. Það eru ¾ hlutar áætlaðrar útgjaldaaukningar til 2022.Húsnæðismálin voru tekin föstum tökum. Hér vantar um 9 þúsund íbúðir á næstu þremur árum til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sér í lagi vantar litlar og ódýrar íbúðir fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága. Undir forystu Viðreisnar tóku fjögur ráðuneyti og öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu höndum saman um aðgerðir til að leysa þennan vanda með auknu lóðaframboði, lækkun byggingarkostnaðar og samræmingu á húsnæðisáætlunum sveitarfélaga. Unnið er af krafti að framkvæmd þessarar áætlunar.Við hófum endurskoðun peningastefnunnar. Vextir hér á landi eru allt of háir. Stjórnmálamenn hafa bölvað afleiðingum peningastefnunnar undafarna tvo áratugi án þess að ráðast að rót vandans. Tillögur um mögulegar leiðir til endurskoðunar peningastefnunnar með lækkun vaxta að markmiði munu liggja fyrir í upphafi næsta árs.Vinna við endurskoðun örorkulífeyriskerfisins og upptöku starfsgetumats í stað örorkumats var sett á fulla ferð. Hvoru tveggja er nauðsynlegt til að stuðla að auknum tækifærum öryrkja á vinnumarkaði og bættum lífsgæðum.Við lukum afnámi hafta. Í kjölfarið hækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs í A, sú hæsta frá hruni.Við þrefölduðum fjárveitingar til móttöku kvótaflóttamanna.Við opnuðum reikninga ríkisins til að auka gagnsæi.Við settum hagsmuni neytenda í forgang í landbúnaðarmálum. Allt þetta og fleira til náðum við að gera á þessum stutta tíma. Hugsaðu þér hvað við gætum gert á heilu kjörtímabili. Kosningarnar framundan snúast um orð og efnir stjórnmálamanna. Þær snúast um vilja og kjark til verka. Síðast en ekki síst snúast þær að tryggja að frjálslynt og umburðarlynt samfélag þar sem lífskjör verða eins og best verður á kosið í samanburði við nágrannalönd okkar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun