Rúnar Jónsson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sport fer yfir öll helstu atriðin úr japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og tryggði sér 25 stig.
Sebastian Vettel, sem var annar á ráslínu þurfti að hætta keppni á fimmta hring. Hamilton er þá kominn með 59 stiga forskot þegar fjórar keppnir eru eftir og 100 stig í pottinum. Það er óhætt að segja að líkurnar eru með Lewis Hamilton.
Hamilton setti aðra höndina á titilinn í Japan | Sjáðu uppgjörsþáttinn
Tengdar fréttir

Jolyon Palmer víkur úr sæti eftir japanska kappaksturinn
Jolyon Palmer hefur staðfest að hann muni ekki aka fleiri keppnir fyrir Renault liðið í ár. Carlos Sainz sem hefur þegar verið lánaður til Renault frá Toro Rosso fyrir næsta ár tekur sæti hans.

Lewis Hamilton vann í Japan | Vettel féll úr leik
Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í japanska kappakstrinum í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull varð annar. Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji.