Sebastian Vettel og Lewis Hamilton fljótastir á föstudegi í Japan Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 6. október 2017 23:30 Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins. Vísir/Getty Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Vettel setti sinn besta tíma skömmu eftir að æfingin hófst á ný eftir árekstur Carlos Sainz við varnarvegg þegar 50 mínútur voru liðnar af æfingunni. Þegar æfingin hófst á ný voru 23 mínútur eftir á klukkunni og Ferrari sendi báða sína ökumenn út á brautina. Vettel hafði verið 0,042 sekúndum lakari en Hamilton þegar Hamilton var á ofur-mjúkum dekkjum en Vettel á mjúkum. Vettel kom út á brautina eftir að æfingin hófst á ný og sett þá hraðasta tímann. Hamilton varð annar, Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji, Kimi Raikkonen á Ferrari fjórði og Valtteri Bottas á Mercedes fimmti og sá síðasti sem komst innan við sekúndu frá Vettel. Mikil rigning undir lok æfingarinnar gerði það að verkum að enginn átti raunhæfa möguleika í að skáka tíma Vettel.Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins sem var afar blaut.Vísir/GettySeinni æfingin Esteban Ocon á Force India varð annar á æfingunni og sá eini sem komst í sekúndu seylingarfjarlægð frá Hamilton sem var fljótastur. Mikil rigning var á brautinni fyrri helming æfingarinnar en svo stytti upp en brautin þornaði hægt. Einungis fimm ökumenn settu tíma á æfingunni en það voru, Hamilton og Ocon auk Sergio Perez, liðsfélaga Ocon og Felipe Massa og Lance Stroll á Williams. Alls fóru 14 ökumenn út úr bílskúrum sínum en þeir níu sem ekki settu tíma en óku fóru einungis uppstillingarhring og svo inn aftur. Mörg lið höfðu hugan við framhald helgarinnar og vildu spara regndekkin og lögðu því ekki í að slíta þeim á æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30 Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir japanska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer um helgina. Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni.Fyrri æfingin Vettel setti sinn besta tíma skömmu eftir að æfingin hófst á ný eftir árekstur Carlos Sainz við varnarvegg þegar 50 mínútur voru liðnar af æfingunni. Þegar æfingin hófst á ný voru 23 mínútur eftir á klukkunni og Ferrari sendi báða sína ökumenn út á brautina. Vettel hafði verið 0,042 sekúndum lakari en Hamilton þegar Hamilton var á ofur-mjúkum dekkjum en Vettel á mjúkum. Vettel kom út á brautina eftir að æfingin hófst á ný og sett þá hraðasta tímann. Hamilton varð annar, Daniel Ricciardo á Red Bull þriðji, Kimi Raikkonen á Ferrari fjórði og Valtteri Bottas á Mercedes fimmti og sá síðasti sem komst innan við sekúndu frá Vettel. Mikil rigning undir lok æfingarinnar gerði það að verkum að enginn átti raunhæfa möguleika í að skáka tíma Vettel.Lewis Hamilton var fljótastur á seinni æfingu dagsins sem var afar blaut.Vísir/GettySeinni æfingin Esteban Ocon á Force India varð annar á æfingunni og sá eini sem komst í sekúndu seylingarfjarlægð frá Hamilton sem var fljótastur. Mikil rigning var á brautinni fyrri helming æfingarinnar en svo stytti upp en brautin þornaði hægt. Einungis fimm ökumenn settu tíma á æfingunni en það voru, Hamilton og Ocon auk Sergio Perez, liðsfélaga Ocon og Felipe Massa og Lance Stroll á Williams. Alls fóru 14 ökumenn út úr bílskúrum sínum en þeir níu sem ekki settu tíma en óku fóru einungis uppstillingarhring og svo inn aftur. Mörg lið höfðu hugan við framhald helgarinnar og vildu spara regndekkin og lögðu því ekki í að slíta þeim á æfingunni. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 5:50 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og bein útsending frá keppninni hefst klukkan 4:30 á sunnudagsmorgun á Stöð 2 Sport 2.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30 Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Martröð Ferrari í Malasíu Max Verstappen á Red Bull vann Formúlu 1 kappaksturinn í Malasíu um helgina. Ferrari liðið átti afleidda helgi. 2. október 2017 22:30
Sebastian Vettel mun sleppa við refsingu í Japan Sebastian Vettel virðist ætla að sleppa við refsingu fyrir nýjan gírkassa í japanska kappakstrinum í Formúlu 1 um komandi helgi. Ferrari hefur staðfest að sá sem hann notaði í Malasíu sé í lagi. 4. október 2017 23:30