Vaxtakostnaður vanrækslunnar Þórir Garðarsson skrifar 6. október 2017 15:04 Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar