Alþjóðlegt átak um útrýmingu kjarnavopna hlýtur friðarverðlaun Nóbels Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 6. október 2017 09:05 Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Vísir/EPA Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið. Nóbelsverðlaun Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Norska nóbelsnefndin hefur ákveðið að friðarverðlaunin árið 2017 fari til Alþjóðlegs átaks um útrýmingu kjarnavopna (International campaign ot abolish nuclear weapons – ICAN). Samtökin hljóta verðlaunin fyrir að vekja athygli á þeim skelfilegu afleiðingum sem hverskyns notkun á kjarnavopnum hefur á mannkynið og fyrir að leggja grunn að því að ná á alþjóðlegri samþykkt um bann slíkra vopna. Í rökstuðningi nefndarinnar segir að hún sé meðvituð um að alþjóðleg lagasetning muni ekki nægja til að útrýma kjarnavopnum og að hingað til hafi hvorki þau ríki sem eiga slík vopn né þeirra nánustu bandamenn stutt bann við kjarnavopnum.Stöðug ógn við mannkynið „Nefndin vill leggja áherslu á að í næstu skrefum sem tekin verða í átt að kjarnavopnalausum heimi verður að hafa þau ríkja sem eiga slík vopn með í för. Friðarverðlaunin í ár eru því einnig ákall til þeirra ríkja að hafa frumkvæði að samningaviðræðum með það að leiðarljósi að öllum þeim 15 þúsund kjarnavopnum sem til eru í heiminum verði útrýmt.“ Fimm af þeim ríkjum sem nú eiga kjarnorkuvopn hafa skrifað undir sáttmála um að útrýma skuli kjarnavopnum. þau ríki eru Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Kína. „Við búum í heimi þar sem hættan á notkun kjarnorkuvopna er meiri en hún hefur verið í langan tíma. Sum ríki eru að nútímavæða kjarnorkuvopnabúr sín og það er raunverulega hætta á því að fleiri ríki geti útbúið kjarnorkuvopn líkt og Norður-Kórea hefur sýnt. Kjarnorkuvopn eru stöðug ógn við mannkynið og allt líf á jörðinni.“Upplýsingar má ekki birta Í ár bárust alls 318 tilnefningar, þar af eru 215 einstaklingar og 103 stofnanir. Upplýsingar um tilnefningarnar mega ekki líta dagsins ljós fyrr en 50 árum eftir að verðlaunin eru veitt. Frá árinu 1901 hafa 130 einstaklingar og stofnanir verið sæmd friðarverðlaunum Nóbels. Forseti Kólumbíu, Juan Manuel Santos, hlaut friðarverðlaun Nóbels á síðasta ári fyrir að binda endi á borgarastríð í Kólumbíu sem kostaði 220 þúsund manns lífið.
Nóbelsverðlaun Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira