Tunglið hafði eitt sinn lofthjúp Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 23:55 Teikning af Regnhafinu á tunglinu þegar jarðvirkni var þar til staðar. Gasið úr eldgosum gat myndað lofthjúp sem hvarf á endanum út í geim. NASA MSFC Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum. Vísindi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira
Gríðarleg eldgos á tunglinu fyrir milljörðum ára mynduðu lofthjúp sem entist að líkindum í tugi milljóna ára áður en hann gufaði upp út í geim. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar á eldgosunum. Tunglið okkar stendur nakið og berskjaldað í geimnum án andrúmslofts. Lofttæmið þar þýðir að gríðarlegar hitasveiflur verða á yfirborðinu allt eftir því hvort það er í skugga eða baðað sólarljósi. Þannig getur hitinn náð um 100°C í sólinni en -170°C í forsælunni. Rannsókn vísindamannanna sem þeir segja frá í Earth and Planetary Sciene Letters bendir þó til þess að tunglið hafi ekki alla tíð verið eins varnarlaust fyrir geimgeislum og það er nú. Þegar innviði tunglsins voru enn heit og eldgos voru tíð á yfirborði þess losnaði mikið magn gastegunda sem vísindamennirnir reikna út að hafi streymt út hraðar en það hvarf út í geim. Þannig hafi eldfjallagasið geta myndað og viðhaldið lofthjúpi í um 70 milljónir ára.Gerbreytir sýn manna á tungliðVísindamennirnir telja að lofthjúpurinn hafi verið þykkastur fyrir um 3,5 milljörðum ára. Mest var gasstreymið fyrir um 3,8-3,5 milljörðum ára þegar hraun flæddi yfir Regnhafið og Kyrrðarhafið Í frétt á vefnum Phys.org kemur fram að Apollo-geimfararnir tóku sýni úr þessum hraunum sem gerðu mönnum kleift að aldursgreina það. Þá fundust einnig merki um gasið sem varð til við eldsumbrotin, þar á meðal kolmónoxíð og undirstöður vatns og brennisteinssameinda. „Þessi rannsókn gerbreytir sýn okkar á tunglið frá því að vera loftlaus grjóthnullungur yfir í að hafa verið hulinn lofthjúpi sem var þykkari en sá sem er utan um Mars í dag,“ segir David Kring, einn vísindamannanna sem stóð að rannsókninni frá Universities Space Research Association. Á meðan á þessu stóð hefði tunglið litið töluvert öðruvísi út frá jörðinni séð en það gerir í dag. Tunglið var þá nærri því þrefalt nær jörðinni og hefði því verði þeim mun stærra á næturhimninum.
Vísindi Mest lesið Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Erlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent „Við gefumst ekki upp á ykkur“ Innlent Fleiri fréttir Selinskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Sjá meira