Innlent

Dvaldi i búri heilan skóladag

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
Tveir nemendur Verslunarskóla Íslands ferðuðust á skrifborðsstólum í skólann í dag, einn litaði hárið á sér bleikt og annar dvaldi í búri heilan skóladag. Þetta og margt fleira er meðal þess sem nemendur gerðu á árlegum góðgerðardegi skólans.

Í dag var árlegur góðgerðardagur skólans en svokölluð góðgerðarvika hefur verið haldinn frá árinu 2007. Nemendur lofa að framkvæma hitt og þetta og safna þannig áheitum fyrir gott málefni.

Í ár söfnuðu nemendurnir fyrir barnaspítala hringsins og hefur vikan gengið vonum framar. Uppátækin voru ansi sniðug eins og sjá má í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×