Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 23:33 Teikning af því hvernig ójöfn rykskífa gæti verið á braut um Stjörnu Tabbys og valdið óvenjulegum breytingum á birtu henni frá jörðu séð. NASA/JPL-Caltech Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga. Vísindi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira
Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga.
Vísindi Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent „Stóra-Hraun mun rísa“ Innlent Fleiri fréttir Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Sjá meira