Meintar geimverubyggingar gætu reynst vera geimryk Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 23:33 Teikning af því hvernig ójöfn rykskífa gæti verið á braut um Stjörnu Tabbys og valdið óvenjulegum breytingum á birtu henni frá jörðu séð. NASA/JPL-Caltech Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga. Vísindi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Margt bendir nú til þess að geimryk sé uppspretta leyndardóms í kringum fjarlægja stjörnu sem sumir vildu rekja til tröllvaxinna bygginga geimvera. Enn er þó ýmislegt á huldu um umhverfi stjörnunnar. Fáar stjörnur hafa vakið eins mikla athygli síðustu árin og KIC 8462852 sem hefur einnig verið nefnd Stjarna Tabbys. Fyrir tveimur árum greindu vísindamenn frá óvenjulegu flökti í birtu stjörnunnar. Það benti til þess að óþekkt fyrirbæri gengi fyrir stjörnuna. Slíkt flökt getur verið merki um að reikistjarna gangi um stjörnu en í tilfelli Stjörnu Tabbys var birtubreytingin hins vegar óvenjuleg. Þannig minnkaði birta hennar um allt að fimmtung í nokkra daga í senn.Sjá einnig:Æsileg leit að framandi lífi hefst Ýmsar kenningar fóru á kreik, þar á meðal að þarna gæti verið á ferð risavaxin virkjun háþróaðra geimvera sem virkjaði orku stjörnunnar. Sumir vísindamenn gáfu slíkum hugmyndum jafnvel aðeins undir fótinn.Lokar meira á sumar bylgjulengdir ljóss en aðrarNú hefur hópur vísindamanna hins vegar farið yfir gögn frá Spitzer- og Swift-geimsjónaukunum og komist að þeirri niðurstöðu að ójöfn rykskífa gangi líklega í kringum stjörnuna og skyggi á birtu hennar. Helstu rökin fyrir þeirri skýringu er að birtuminnkunin reyndist mun minni á innrauðarófinu en því útfjólubláa. Fyrirbæri sem væri stærra en rykagnir myndi loka á allar tegundir ljóss jafnt, að því er segir í frétt á vef bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. „Þetta útilokar svo gott sem kenninguna um risabyggingar geimvera því að hún getur ekki skýrt hvers vegna mismunandi bylgjulengdir ljóss minnka mismikið,“ segir Huang Meng við Arizona-háskóla sem fór fyrir rannsókninni. Grein um hana birtist í The Astrophysical Journal. Engu að síður skýrir kenningin um rykskífuna ekki undarlegar athuganir sem Kepler-geimsjónaukinn gerði á stjörnunni þegar birta stjörnunnar minnkaði um 20% eða aðrar skammtíma birtuminnkanir sem sáust fyrr á þessu ári. Áður höfðu vísindamenn sett fram kenningar um að sveimur halastjarna hafi getað lokað á ljós frá stjörnunni. Halastjörnur eru einnig ein helsta uppspretta ryks á braut um stjörnur og gæti sú kenning því rennt stoðum undir kenningu Meng og félaga.
Vísindi Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira