Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 17:57 Alda Hrönn Jóhannsdóttir. „Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“ Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
„Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“
Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ Sjá meira
Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46
Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05