Hver vill vera stórhuga? Þórir Garðarsson skrifar 4. október 2017 11:02 Fjölgun erlendra ferðamanna er helsta ástæða þess hve hratt íslenska þjóðarbúið náði sér á strik eftir bankahrunið. Íslenska ferðaþjónustan á allan heiðurinn af því að hafa lagt í fjárfestingar og annan vöxt til að taka á móti þessum góðu gestum. Aftur á móti hafa stjórnvöld verið lömuð, embættismenn jafnt sem stjórnmálamenn. Litið er á ferðamennina sem vandamál fremur en grundvöll hagvaxtar. Meðan aðrar þjóðir öfunda okkur af straumi ferðamanna hingað undirbýr fjármálaráðherrann skattahækkun til að fæla þá í burtu. Aðrar þjóðir taka vandræðalítið á móti margföldum fjölda þeirra ferðamanna sem koma hingað. Stjórnvöld þeirra byggja upp innviði og eiga samstarf við ferðaþjónustuna til að tryggja sem mestan ávinning. Þau vita sem er, að erlendir ferðamenn geta stækkað kökuna og skilað verulegum ávinningi ef rétt er að málum staðið. Það skásta sem íslensk stjórnvöld hafa gert er að stofna Stjórnstöð ferðamála í samstarfi við ferðaþjónustuna. Þar hefur staðan verið greind og skýrslur unnar. Góðir hlutir hafa komið þar fram eins og stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, en hlutirnir gagna oft og tíðum allt of hægt fyrir sig. Áhugavert verður að sjá í aðdraganda kosninga hvaða stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar ætla að sýna dirfsku og skilning á stöðu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan - og þar með þjóðin öll - þarf á stórhuga stjórnmálamönnum að halda.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2017 Þórir Garðarsson Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fjölgun erlendra ferðamanna er helsta ástæða þess hve hratt íslenska þjóðarbúið náði sér á strik eftir bankahrunið. Íslenska ferðaþjónustan á allan heiðurinn af því að hafa lagt í fjárfestingar og annan vöxt til að taka á móti þessum góðu gestum. Aftur á móti hafa stjórnvöld verið lömuð, embættismenn jafnt sem stjórnmálamenn. Litið er á ferðamennina sem vandamál fremur en grundvöll hagvaxtar. Meðan aðrar þjóðir öfunda okkur af straumi ferðamanna hingað undirbýr fjármálaráðherrann skattahækkun til að fæla þá í burtu. Aðrar þjóðir taka vandræðalítið á móti margföldum fjölda þeirra ferðamanna sem koma hingað. Stjórnvöld þeirra byggja upp innviði og eiga samstarf við ferðaþjónustuna til að tryggja sem mestan ávinning. Þau vita sem er, að erlendir ferðamenn geta stækkað kökuna og skilað verulegum ávinningi ef rétt er að málum staðið. Það skásta sem íslensk stjórnvöld hafa gert er að stofna Stjórnstöð ferðamála í samstarfi við ferðaþjónustuna. Þar hefur staðan verið greind og skýrslur unnar. Góðir hlutir hafa komið þar fram eins og stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, en hlutirnir gagna oft og tíðum allt of hægt fyrir sig. Áhugavert verður að sjá í aðdraganda kosninga hvaða stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar ætla að sýna dirfsku og skilning á stöðu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan - og þar með þjóðin öll - þarf á stórhuga stjórnmálamönnum að halda.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar