Græn framtíð Björt Ólafsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Björt Ólafsdóttir Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun