Finnur Freyr um Jón Arnór: Vitum meira eftir segulómskoðun í fyrramálið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2017 19:30 Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari ríkjandi Íslands- og bikarmeistara KR-inga var allt annað en ánægður með frammistöðu sinna manna í tapleik á móti Þór Þorlákshöfn í Meistarakeppni KKÍ í gærkvöldi. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum en hann sagðist í viðtali við Ríkharð Guðnason í kvöldfréttum Stöðvar tvö hafa tekið út óánægju sína, með frammistöðu liðsins, á dómurum leiksins. KR-liðið hefur nú tapað þremur fyrstu leikjum tímabilsins en Vesturbæingar höfðu áður tapað tvisvar á móti belgíska liðinu Belfius Mons-Hainaut í Evrópukeppninni. „Við vorum grútlélegir frá A til Ö. Það skiptir ekki máli hvar þú kemur niður því við vorum lakari aðilinn í þessum leik á öllum vígstöðum. Ég undra mig á því að hafa ekki tapað leiknum stærra,“ sagði Finnur Freyr í viðtalinu við Ríkharð. Finni lýst samt vel á komandi tímabil þrátt fyrir þessa byrjun. „Það er svona passlegur spenningur. Það er langt og strangt tímabil framundan. Við erum ekki búnir að hafa þann lúxus að vera mikið saman í haust. Það mun taka okkur aðeins tíma að koma okkur í gírinn en ég trúi því að þegar við náum öllum í gang og öllum í lag að við verðum virkilega flottir,“ sagði Finnur Freyr. Jón Arnór Stefánsson meiddist í leiknum á móti Þór í gær og virkaði sárþjáður. Hver er staðan á Jóni? „Jón Arnór er búinn að vera tæpur í nára frá því í lok síðasta móts. Það er eitthvað sem var að hrjá hann í sumar og hélt honum frá undirbúningnum með landsliðinu,“ sagði Finnur Freyr og bætti við: „Það er búið að vera töluvert leikjaálag á honum undanfarið. Það gerist þarna undir lokin í þreytunni að það smellur á sama stað. Við vitum ekki nákvæmlega stöðuna á honum fyrr en eftir hann er búinn að fara í myndatöku. Hann á tíma í segulómskoðun í fyrramálið og þá vitum við meira,“ sagði Finnur Freyr. Finnur var rekinn út úr húsi í leiknum í gær. „Ég var ósáttur við margt og mest út í mitt eigið lið. Ég fór yfir strikið og fékk refsingu við hæfi,“ sagði Finnur Freyr en það smá sjá alla fréttina í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum