Mannauður er undirstaða heilbrigðisþjónustu Elísabet Brynjarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:00 Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Undanfarin tvö ár hef ég setið í Stúdentaráði og þar fengið að kynnast mikilvægi hagsmunabaráttu og þess að nemendur hafi rödd. Það hefur verið magnað að fylgjast með hverju er hægt að hrinda í framkvæmd og hvað er hægt að hafa mikil áhrif. Unnið er að öllu sem við kemur hagsmunum nemenda, allt frá sjálfsölum í byggingar til húsnæðismála stúdenta. Mikil vinna hefur farið undanfarið í undirbúning námskeiðs í þverfaglegri teymisvinnu í heilbrigðisvísindum þar sem mismunandi deildir Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands munu koma saman og læra að vinna í teymum, sem er grundvöllur heilbrigðisþjónustu landsins. Í þessum pistli er þó óhjákvæmilegt að ræða það sem hefur mest áhrif á hagsmuni nemenda: fjármögnun háskólakerfisins. Í fjárlögum sem lögð voru fram af fráfarandi ríkisstjórn fyrir árið 2018 hefði aukið fjármagn runnið til heilbrigðiskerfisins. Megnið af því átti að renna til byggingu nýs spítala við Hringbraut. Lítil sem engin aukning átti að vera á framlögum til reksturs háskólakerfisins. Uppbygging og viðhald húsnæðis er mikilvæg, en hver á að standa vaktina í þessum nýju og glæsilegum byggingum? Bróðurpartur starfsmanna Landspítalans og heilbrigðiskerfisins eru háskólamenntaðir því háskólamenntun er forsenda þess að hægt sé að viðhalda gæði og öryggismenningu á spítalanum. Háskólamenntun er forsenda nýrrar tækni og vísinda sem stuðla að því að einstaklingar geta nú lifað lengur með fjölþátta og flókna sjúkdóma. Hún er sömuleiðis forsenda þjónustu við þessa einstaklinga. Landspítalinn er háskólasjúkrahús og Háskóli Íslands starfar náið með honum. Mannekla ríkir í dag í mörgum stéttum heilbrigðiskerfisins og hluti af því að koma til móts við þennan skort á starfsfólki er fjölgun nemenda. Í dag er til að mynda tekið við um 120 nemendum á hverju ári í hjúkrunarfræði en svo fjölmennir árgangar komast ekki fyrir í því húsnæði sem stendur nú til boða fyrir kennslu, sem er einnig verið að mygluhreinsa vegna afleiðinga takmarkaðs fjármagns. Uppbygging innan spítalans verður líka að fela í sér uppbyggingu innan háskólans. Lengi hefur staðið til að byggja sameiginlegt húsnæði fyrir deildir Heilbrigðisvísindasviðs en uppbygging húsnæðisins hefur ítrekað þurft að víkja vegna þess að háskólinn hefur þurft að forgangsraða takmörkuðu fjármagni á annan hátt. Ef allir nemendur Heilbrigðisvísindasviðs fengju eitt sameiginlegt húsnæði þar sem þeir gætu komið saman og stundað nám myndi það ekki einungis spara fjármagn, þar sem deildirnar eru nú staðsettar á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið og mikill kostnaður felst í byggingarflakki, heldur einnig auka möguleika á þverfaglegri teymisvinnu milli deilda. Eins og staðan er í dag er gert ráð fyrir því að háskólinn standi straum af kostnaði við slíka byggingu. Það er ekki raunhæfur kostur þar sem í ofanálag eru nánast allar námsgreinar Heilbrigðisvísindasviðs undirfjármagnaðar, sem og aðrar greinar innan skólans. Það er nokkuð ljóst að endurreisn heilbrigðiskerfisins mun ekki verða að raunveruleika einungis með byggingu nýs spítala, heldur þarf einnig að styrkja stoðir hans. Mikilvægasta stoðin er mannauðurinn - og hann kemur frá háskólum landsins. Þess vegna getum við ekki sætt okkur við undirfjármögnun háskólakerfisins.Greinin er hluti af átaki Stúdentaráðs Háskóla Íslands í samstarfi við LÍS - Landssamtök íslenskra stúdenta vegna fjármögnunar háskólastigsins í aðdraganda Alþingiskosninga 2017. Kassamerki átaksins er #kjóstumenntun.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun