Þýskum fanga vísað úr landi í óþökk fjölskyldu: „Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og er miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 19. október 2017 20:00 Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga. Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira
Útlendingastofnun hefur ákveðið að vísa þýskum fanga úr landi á næstu dögum í óþökk fjölskyldu hans hér á landi. Hann kom einn til Íslands sem barn en gleymdist í kerfinu að sögn eiginkonu hans. Hún segir að fótunum sé kippt undan þeim hjónum með ákvörðuninni en þau eiga von á barni í febrúar. Marcel Wojcik hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða allt frá því að hann var sendur til landsins sextán ára gamall í vistun til fósturforeldra í sveit. Hann hafði fengið dóm í þýskalandi og var boðið að taka út hluta hans í sveit á Íslandi fyrir tilstuðlan þýskra samtaka sem störfuðu að velferð barna. Var þetta gert í samráði við íslensk barnaverndaryfirvöld. Hann var þar í fóstri til 18 ára aldurs.Gleymdist í kerfinu „Þá er hann orðin sjálfráða og einhvernvegin afskiptur af kerfinu,“ segir Olga Jenný Gunnarsdóttir, eiginkona Marcel og bætir við að þannig hafi kerfið algjörlega gleymt honum eftir vistina en hann varð eftir á Íslandi og er hér enn 15 árum síðar. Olga segir að hann hafi aldrei fengið neina aðstoð til að aðlagast nýju samfélagi. Hún útskýrir að Marcel hafi farið af beinu brautinni ungur að aldri eða eftir fráfall móður sinnar og algjört afskiptaleysi föður. Brotaferill Marcel á Íslandi er nokkuð langur eða frá árinu 2006 til 2014. Hann hefur hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir eignaspjöll, húsbrot, alvarlega líkamsárás og nú síðast fyrir kynferðisbrot. „Batnandi mönnum er best að lifa myndi ég segja. Ef horft er í þau mál hvert mál fyrir sig er hægt að sjá vel í gegn um það að mörg þessara brota eru smávægileg. En varðandi þetta kynferðisbrot og annað þá get ég ekki lagt mat á það annað en ég veit að það eru ekki öll kurl komin til grafar þar þar sem öll málsmeðferð er algjörlega brotin og það var brotið á rétti hans til jafnræðis og að hann ekki túlk,“ segir Olga.Eiga von á barni Olga og Marcel giftu sig árið 2015 og eiga von á barni í febrúar. Olga minnir á að allir eigi að fá annað tækifæri. Marcel sé búinn að snúa blaðinu við og eigi rétt á að búa á Íslandi eftir allt sem á hafi gengið. Útlendingastofnun er hins vegar ekki sammála og hefur tekið ákvörðun um að honum verði vísað úr landi á næstu dögum á grundvelli þess að hann hafi ítrekað brotið af sér hér á landi. Kærunefnd útlendingamála hefur staðfest þá ákvörðun. „Maður sem hefur gengið einn líf sitt og er nú loksins komin með fjölskyldu og aðila sem honum þykir vænt um sem þykja vænt um hann og það á að fara kippa þessu öllu frá honum aftur. Hann er búin að vera á Íslandi í fimmtán ár og hefur í raun ekkert að hverfa til og er að öllu leyti miklu meiri Íslendingur en Þjóðverji í dag,“ segir Olga.
Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Sjá meira