Bann við verðtryggingu er galin hugmynd Þorsteinn Víglundsson skrifar 19. október 2017 09:00 Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Er bann við verðtryggingu allra meina bóta eða er verið að blekkja almenning með slíku tali? Er þetta þjóðráð eða hreint óráð? Því miður eru allar líkur á því að hið síðarnefnda eigi við. Ástæða hárra vaxta hér á landi er lítil og óstöðug mynt. Bann við verðtryggingu breytir þar ekki engu. Lausnin er að festa gengi krónunnar eða taka upp aðra mynt. Ef ekki er ráðist að rót vandans munum við áfram búa við tvisvar til þrisvar sinnum hærri vexti en nágrannalönd okkar. Verðtryggingin er sjúkdómseinkenni óstöðugleikans hér á landi, ekki orsök, enda er hvergi í nágrannalöndum okkar bannað að verðtryggja lán, það er bara óþarfi. Það er umhugsnarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð. Árið 2013 var skipaður starfshópur sem skoða átti mögulegt bann við verðtryggingu. Í skýrslunni var farið ágætlega yfir afleiðingar af algeru afnámi. Kaupmáttur fólks myndi minnka verulega, fasteignaverð lækka og landsframleiðsla dragast saman. Seðlabankinn taldi t.d. að á tveimur árum gæti fasteignaverð lækkað um 15-20%, einkaneysla dregist saman um 1,5-2%, gengi krónunnar myndi veikjast og vextir lækka um 0,5-1%.Efnahagslegar hamfarir af mannavöldum Hér er verið að lýsa efnahagslegum hamförum af mannavöldum yrði þessum hugmyndum hrint í framkvæmt. Ekki er hægt að taka aðvörunum Seðlabankans af neinni léttúð. 20% lækkun fasteignaverðs myndi þurrka út eigið fé þúsunda heimila í fasteignum sínum.. Í raun þarf ekki að eyða frekari orðum í þessa hugmynd, svo galin er hún. Enda varð ekkert úr framkvæmd á stefnu Framsóknarflokksins í þessum efnum. Enn er þessari hugmynd hins vegar haldið á lofti. Þrír flokkar, Miðflokkurinn, Framsókn og Flokkur fólksins, hafa bann við verðtryggingu á stefnuskrá sinni. Jafnframt hafa formenn tveggja verkalýðsfélaga, VR og Verkalýðsfélag Akraness, haldið þessum hugmyndum mjög á lofti. Í ljósi aðvarana Seðlabankans mætti spyrja þá sem enn tala fyrir þessari leið hvers vegna þeir vilji leiða slíkar efnahagshörmungar yfir þjóðina. Rót vandans liggur í örsmárri og óstöðugri mynt. Á meðan ekki er tekið á þeim vanda munum við búa áfram við mun hærri vexti hér en í nágrannalöndum okkar. Það hefur aldrei vantað að ekki sé hægt að taka óverðtryggt lán, það er bara miklu hærri greiðslubyrði af því en verðtryggðu. Verðtryggingin hefur verið okkar leið til að ráða við þá greiðslubyrði sem fylgir allt of háum vöxtum. Hún er sjúkdómseinkenni, ekki orsök vandans.Höfundur er félags- og jafnréttismálaráðherra og oddviti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun