Engir hagsmunir í húfi sem réttlættu lögbannið að mati Blaðamannafélagsins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. október 2017 16:33 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar. Vísir/ÞÞ Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. Engir hafsmunir hafi verið í húfi sem réttlæti slíka aðgerð. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í dag. Þar segir að það sé ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum en það sé sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda alþingiskosninga. „Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.“Skora á Alþingi að styrkja rannsóknarblaðamennsku Stjórnin bendir á að í kjölfar bankahrunsins hafi íslenskir dómstólar ítrekað takmarkað tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir hafi þurft að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningarlaust hafi dómum Hæstaréttar Íslands í þeim málum verið snúið við. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér.“ Þá skorar stjórn Blaðamannafélags Íslands á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja þannig sitt af mörkum til að efla faglega umræðu í íslensku samfélagi, meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. „Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.“Ályktun stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media í heild sinni:Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Tjáningarfrelsið er grundvöllur lýðræðisins og frjálsir fjölmiðlar hornsteinar tjáningarfrelsins. Lýðræði fæst ekki staðist án þeirra. Ákvörðun embættis sýslumannsins í Reykjavík er stórlega gagnrýniverð. Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum, en það er sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda almennra þingkosninga. Í því ljósi er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík fullkomlega óskiljanleg. Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.Vantraust er mikil meinsemd í íslensku samfélagi og hefur svo verið að minnsta kosti síðastliðinn áratug. Það er fjarri því að ástæðulausu. Í aðdraganda og eftirmálum hrunsins upplifði íslensk þjóð baneitraða blöndu viðskipta og stjórnmála og þess græðgishugarfars sem því var samfara, auk þess sem hörmungar voru kallaðar yfir fjölda íslenskra fjölskyldna í formi atvinnu- og eignamissis. Þetta samfélag þreifst í skjóli lyga og leyndarhyggju og stjórnkerfis sem ekki taldi sig skulda íslenskum almenningi skýringar á ákvörðunum sínum. Jafnframt reyndist íslenskt dómskerfi ekki hlutverki sínu vaxið, því miður. Ítrekað takmörkuðu dómar tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir urðu að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningalaust hafa þeir haft erindi sem erfiði og dómum Hæstaréttar Íslands verið snúið við. Það segir sína sögu.Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja sitt af mörkum til þess að stórefla faglega umræðu í íslensku samfélagi meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.Samþykkt á á stjórnarfundi 18. Október 2017 Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Jón Trausti Reynisson hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar í Fréttablaðinu í dag varðandi fréttaflutning Stundarinnar. 18. október 2017 10:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Stjórn Blaðamannafélags Íslands segir að lögbann sýslumannsins í Reykjavík á frekari fréttaflutning á gögnum úr Glitni Banka sé fullkomlega óskiljanlegt. Engir hafsmunir hafi verið í húfi sem réttlæti slíka aðgerð. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á stjórnarfundi félagsins í dag. Þar segir að það sé ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum en það sé sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda alþingiskosninga. „Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.“Skora á Alþingi að styrkja rannsóknarblaðamennsku Stjórnin bendir á að í kjölfar bankahrunsins hafi íslenskir dómstólar ítrekað takmarkað tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir hafi þurft að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningarlaust hafi dómum Hæstaréttar Íslands í þeim málum verið snúið við. „Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér.“ Þá skorar stjórn Blaðamannafélags Íslands á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja þannig sitt af mörkum til að efla faglega umræðu í íslensku samfélagi, meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. „Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.“Ályktun stjórnar Blaðamannafélags Íslands vegna lögbanns á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media í heild sinni:Stjórn Blaðamannafélags Íslands fordæmir lögbann það sem sýslumaðurinn í Reykjavík hefur lagt við frekari birtingu frétta byggðum á gögnum úr Glitni banka, sem Stundin og Reykjavík Media hafa undir höndum og krefst þess að lögbannið verði þegar látið niður falla, enda engir þeir hagsmunir í húfi sem réttlæta slíkar aðgerðir. Tjáningarfrelsið er grundvöllur lýðræðisins og frjálsir fjölmiðlar hornsteinar tjáningarfrelsins. Lýðræði fæst ekki staðist án þeirra. Ákvörðun embættis sýslumannsins í Reykjavík er stórlega gagnrýniverð. Miklu valdi fylgir mikil ábyrgð. Það er ávallt stóralvarlegt mál að leggja hömlur á tjáningarfrelsi í lýðfrjálsum löndum, en það er sérdeilis alvarlegt þegar það er gert í aðdraganda almennra þingkosninga. Í því ljósi er ákvörðun sýslumannsins í Reykjavík fullkomlega óskiljanleg. Það bætir svo gráu ofan á svart að gögnin höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum í nærfellt tvær vikur áður en lögbannið er sett, þannig að það bar enga nauðsyn til þess að grípa til svo afdrifaríkra aðgerða gagnvart tjáningarfrelsinu í landinu.Vantraust er mikil meinsemd í íslensku samfélagi og hefur svo verið að minnsta kosti síðastliðinn áratug. Það er fjarri því að ástæðulausu. Í aðdraganda og eftirmálum hrunsins upplifði íslensk þjóð baneitraða blöndu viðskipta og stjórnmála og þess græðgishugarfars sem því var samfara, auk þess sem hörmungar voru kallaðar yfir fjölda íslenskra fjölskyldna í formi atvinnu- og eignamissis. Þetta samfélag þreifst í skjóli lyga og leyndarhyggju og stjórnkerfis sem ekki taldi sig skulda íslenskum almenningi skýringar á ákvörðunum sínum. Jafnframt reyndist íslenskt dómskerfi ekki hlutverki sínu vaxið, því miður. Ítrekað takmörkuðu dómar tjáningarfrelsi og umfjallanir blaðamanna þannig að þeir urðu að leita réttar síns til Mannréttindadómstóls Evrópu. Nánast undantekningalaust hafa þeir haft erindi sem erfiði og dómum Hæstaréttar Íslands verið snúið við. Það segir sína sögu.Það er þyngra en tárum taki að tjáningarfrelsið og starfsemi fjölmiðla skuli, nú enn einn ganginn, ekki fá að njóta vafans og sprekum sé enn og aftur kastað á þann eld vantrausts sem ríkir í íslensku samfélagi. Ekkert annað en opin og heiðarleg umræða er til þess fallin að uppræta það vantraust sem ríkir í íslensku samfélagi og til þess þarf að styrkja tjáningarfrelsið í sessi, en ekki leggja hömlur á það. Leyndarhyggja á aldrei rétt á sér. Stjórn Blaðamannafélags Íslands skorar á nýtt Alþingi að styrkja innviði lýðræðiskerfisins og leggja sitt af mörkum til þess að stórefla faglega umræðu í íslensku samfélagi meðal annars með því að styrkja rannsóknarblaðamennsku. Til þess ber brýna nauðsyn. Blaðamannafélag Íslands hefur lagt fram tillögur þar að lútandi og lýsir sig albúið til samstarfs í þeim efnum. Það getur orðið mikilvægur þáttur þess að opna íslenskt samfélag og auka og styrkja opna, hlutlæga og sanngjarna umræðu.Samþykkt á á stjórnarfundi 18. Október 2017
Fjölmiðlar Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25 Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00 Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30 Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26 Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Jón Trausti Reynisson hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar í Fréttablaðinu í dag varðandi fréttaflutning Stundarinnar. 18. október 2017 10:52 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
„Ég bað ekki um þetta lögbann“ Bjarni Benediktsson segir út í hött að það hafi verið skrúfað fyrir fjölmiðlaumfjöllun. 17. október 2017 16:25
Umfjöllun um gögn frá Glitni var ekki lokið Lögbann var í gær lagt við fréttaflutningi Stundarinnar sem reistur er á gögnum innan úr Glitni frá því fyrir hrun. Ritstjórinn segir að ekki hafi verið lokið við umfjöllun byggða á gögnum innan úr Glitni. 17. október 2017 06:00
Telja hæpið að lögbannið standist skoðun dómstóla Ritstjóri Stundarinnar segir að ritstjórn blaðsins standi frammi fyrir sektum eða fangelsi ef hún virði ekki lögbann á umfjöllun byggt á gögnum frá slitabúi Glitnis. Fræðimenn í lögfræði telja að lögbannið standi veikum fótum vegna dómaframkvæmdar um tjáningarfrelsi fjölmiðla. 17. október 2017 19:30
Sýslumaðurinn ber fullt traust til lögfræðinga sinna Lögfræðingar á Fullnustusviði embættisins hafi verkefni eins lögbannið gagnvart umfjöllun Stundarinnar um gögn frá Glitni. 17. október 2017 19:26
Ritstjóri Stundarinnar segir staðhæfingu Bjarna í Fréttablaðinu ranga Jón Trausti Reynisson hefur sent fréttastofu áréttingu vegna staðhæfingar Bjarna Benediktssonar í Fréttablaðinu í dag varðandi fréttaflutning Stundarinnar. 18. október 2017 10:52