Um hvað snúast kosningarnar? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 16. október 2017 16:34 Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þessa dagana stíga margir fram til að skilgreina um hvað kosningarnar snúast. Svarið við því fer auðvitað eftir því hver svarar en tvö svör eru algengari en önnur. Kosningarnar snúast um velferðarmál heyrum við og svo heyrum við að kosningarnar snúist um stöðugleika. Alltof sjaldan heyrum við að þessar kosningar snúist um jafnréttismál eða þá stöðu að kynbundið ofbeldi er viðvarandi vandamál á Íslandi. Í mínum huga er ekki hægt að tala um velferðasamfélag þegar það er hluti af veruleika kvenna að upplifa ofbeldi. Samfélag sem beitir sér ekki gegn kynbundnu ofbeldi er auðvitað ekkert velferðarsamfélag. Og samfélag þar sem kynbundið ofbeldi er útbreitt getur ekki heldur talist búa við stöðugleika. Og þess vegna skiptir máli að kynbundið ofbeldi og refsipólítík komist ofar á hina pólitísku dagskrá, það er að segja hugmyndir stjórnmálanna um hvernig við sem samfélag ætlum að koma í veg fyrir kynbundið ofbeldi og hlutverk stjórnmálanna um það hvernig við sem samfélag bregðumst við ofbeldi. Í mínum huga eru það þættir eins og hvernig við ætlum að tryggja nútímalega löggjöf sem veitir þolendum raunverulega vernd, hvernig við ætlum að styrkja stofnanirnar sem vinna úr kynbundnu ofbeldi, lögreglu og ákæruvald, hvernig við ætlum að beita forvörnum og fræðslu til að koma í veg fyrir ofbeldi.Málin eru of lengi í kerfinu Við þurfum löggjöf sem nær utan um veruleika brotanna og löggjöf sem getur mætt nýjum tegundum brota. Frumvarp Viðreisnar um samþykki er leið til þess að vernda kynfrelsi þolenda með því að segja að nauðgun eigi að vera skilgreind út frá því hvort samþykki lá fyrir. Í þvi felst ný hugsun og ný nálgun, sem er til þess fallin að fækka þessum brotum. Það þarf að styrkja þær stofnanir sem fá málin til meðferðar, lögregluna og ákæruvaldið þannig að kerfið sé ekki árum saman að klára að vinna mál þessi mál. Sú bið er þolendum þungbær og hún getur jafnframt orðið þess að brjóta gegn réttindum sakborninga. Löng málsmeðferð getur haft áhrif á þyngd refsinga í sakamálum. Samfélag sem tekur kynbundið ofbeldi alvarlega getur sýnt það til dæmis bara með því að fjármagna ákæruvaldið og lögregluna þannig að hægt sé að vinna þessi mál vel en líka hratt.Viðhorfin birtast í lögunum Viðhorf samfélagsins birtast í lögunum okkar og lögin hafa líka áhrif á viðhorfin. Þannig eru lög og viðhorf hringrás viðhorfa. Árið 1869 fengum við fyrstu hegningarlögin okkar. Þar sagði um nauðgun: „Hver, sem þröngvar kvennmanni, er ekki hefur neitt óorð á sjer, til samræðis við sig með ofbeldi eða hótunum um ofbeldi þegar í stað, sem henni mundi búinn lífsháski af…“ Þarna er talað um konur sem hafa á sér óorð. Það lá helmingi vægari refsing við broti gegn konu sem hafði á sér óorð. Og þarna er talað um að ofbeldi eða hótanir um lífsógnandi ofbeldi. Síðan hefur kynferðisbrotakaflinn verið endurskoðaður nokkrum sinnum, árið 1940, aftur 1992 og síðast 2007. Í hvert sinn hafa orðið þýðingarmiklar réttarbætur fyrir þolendur og í hvert sinn hefur kaflinn orðið nútímalegri. Fram til ársins 2007 gat hámarksrefsing fyrir nauðgun verið 16 ár, ef ofbeldi eða hótunum um ofbeldi var beitt, en refsing var hins vegar 10 árum lægri ef gerandi hafði notfært sér að þolandinn hafði verið svo ölvuð að hún gat ekki varið sig. Í þeim tilvikum var ekki einu sinni talað um nauðgun, heldur misneytingu. Var þar kannski ennþá lifandi í lögunum okkar hugmyndin um konuna með óorðið?Samþykkisfrumvarp Viðreisnar Frumvarp Viðreisnar um samþykki byggir á þeirri hugmyndafræði að við viljum verja betur kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt. Lögin sýna okkur nefnilega auðvitað alltaf einhver viðhorf og þau geta haft áhrif á viðhorf. Samþykkisfrumvarp Viðreisnar var lagt fram í vor og er liður í því að verja betur kynfrelsi, það er liður í forvörnum og vonandi getur þessi nálgun orðið til þess að fækka brotum. Í mínum huga snúast kosningarnar um velferðarmál. Í velferðarsamfélagi þarf jafnrétti kynjanna að vera leiðarstef, við þurfum að huga að jafnrétti á vinnumarkaði, aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi, fæðingarorlofi og stuðningi við barnafjölskyldur. Jafnréttismálin þurfa að komast ofar á hina pólitísku dagskrá með heildstæðri sýn og kynbundið ofbeldi er skýrasta birtingarmynd þess að jafnrétti á Íslandi hefur ekki náðst fram. Með aðgerðum gegn kynbundu ofbeldi skiptir miklu hvernig löggjöfin okkar er. Við sendum skilaboð með lögunum okkar. Og þar getur samþykkisfrumvarpið haft mikilvæg og jákvæð áhrif.Höfundur er í 2. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar