Domino's Körfuboltakvöld: Sitja uppi með Sigtrygg og Pétur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 15. október 2017 13:00 Góður leikmannahópur Tindastóls var mikið á milli tannanna hjá sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds á föstudagskvöldið. Liðið er með tvo sterka leikstjórnendur, þá Sigtrygg Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson.Sjá einnig: Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti Fyrstu þrír leikhlutarnir í opnunarleiknum á móti ÍR bentu til þess að þeir næðu vel saman, en annað var uppi á teningnum á fimmtudaginn þegar liðið marði sigur á Val. „Báðir eru að reyna að setja upp og þeir eru í töluverðum vandræðum á móti frábærum varnarleik Valsmanna í byrjun leiks,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn spekinga þáttarins. Tölfræði drengjanna var ekki góð, þá sérstaklega Péturs, en hann var aðeins með einn framlagspunkt í leiknum og hitti ekkert af 10 þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn á móti Val var þriðji sigurleikur Sigtryggs á árinu. „Mér finnst rosalega skrítið að þessir tveir leikmenn skuli vera á sama stað,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég heyrði það reyndar að Tindastóll hafi verið búnir að semja við Sigtrygg af því þeir héldu að Pétur væri að fara og hefðu ekki gert það að öðrum kosti. Nú sitja þeir uppi með þá báða.“ „Sitja þeir uppi með þá?“ greip Kristinn þá inn í. „Hvað ertu að tala um? Þeir sitja ekkert uppi með þá. Þetta er þvæla.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri Vítatækni Pálma Geirs Jónssonar vakti athygli í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. 14. október 2017 22:45 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira
Góður leikmannahópur Tindastóls var mikið á milli tannanna hjá sérfræðingum Domino's Körfuboltakvölds á föstudagskvöldið. Liðið er með tvo sterka leikstjórnendur, þá Sigtrygg Arnar Björnsson og Pétur Rúnar Birgisson.Sjá einnig: Framlengingin: Haukar geta barist um titilinn en ÍR á ekki möguleika á heimavallarétti Fyrstu þrír leikhlutarnir í opnunarleiknum á móti ÍR bentu til þess að þeir næðu vel saman, en annað var uppi á teningnum á fimmtudaginn þegar liðið marði sigur á Val. „Báðir eru að reyna að setja upp og þeir eru í töluverðum vandræðum á móti frábærum varnarleik Valsmanna í byrjun leiks,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, einn spekinga þáttarins. Tölfræði drengjanna var ekki góð, þá sérstaklega Péturs, en hann var aðeins með einn framlagspunkt í leiknum og hitti ekkert af 10 þriggja stiga skotum sínum. Leikurinn á móti Val var þriðji sigurleikur Sigtryggs á árinu. „Mér finnst rosalega skrítið að þessir tveir leikmenn skuli vera á sama stað,“ sagði Jón Halldór Eðvaldsson. „Ég heyrði það reyndar að Tindastóll hafi verið búnir að semja við Sigtrygg af því þeir héldu að Pétur væri að fara og hefðu ekki gert það að öðrum kosti. Nú sitja þeir uppi með þá báða.“ „Sitja þeir uppi með þá?“ greip Kristinn þá inn í. „Hvað ertu að tala um? Þeir sitja ekkert uppi með þá. Þetta er þvæla.“ Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00 Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30 Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri Vítatækni Pálma Geirs Jónssonar vakti athygli í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. 14. október 2017 22:45 Mest lesið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Fótbolti Leeds - Tottenham | Hvað gera lærisveinar Frank á Elland Road? Enski boltinn Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Enski boltinn Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan Körfubolti Sigur í hjarta Muay Thai íþróttarinnar opnar margar dyr Sport Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Fallslagur í Vesturbænum og enski í algleymingi Sport Keppa í fimleikum á netinu til að undirbúa sig fyrir HM Sport Upplifðu sigurstund Blika í návígi Fótbolti Fleiri fréttir Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Sjá meira
Domino's Körfuboltakvöld: Lið og leikmenn umferðarinnar Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi völdu lið og leikmann 2. umferðar Domino's deildar karla í uppgjörsþættinum í gærkvöldi, jafnframt því að gera upp þriðju umferð í Domino's deild kvenna. 14. október 2017 12:00
Domino's Körfuboltakvöld: Matareitrun, já ertu ekki orðinn fínn bara? Leikmenn Þórs frá Þorlákshöfn hafa ekki byrjað tímabilið í Domino's deild karla eins og þeir hefðu óskað, en margir leikmanna liðsins þjáðust af matareitrun í upphafi móts. Sérfræðingarnir í Domino's Körfuboltakvöldi ræddu frestunina í gær og hnakkrifust um hana eins og þeim einum er lagið. 14. október 2017 14:30
Domino's Körfuboltakvöld: Simbi á loft á Akureyri Vítatækni Pálma Geirs Jónssonar vakti athygli í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. 14. október 2017 22:45