Með fjárfestingu skal land byggja Ásta Sigríður Fjeldsted skrifar 13. október 2017 07:00 Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Geta stjórnmálamenn horft til lengri tíma en fjögurra ára?Það kvað við nýjan tón í umræðum formanna stjórnmálaflokkanna á RÚV í síðustu viku. Flestir frambjóðendanna voru sammála um að forgangsraða þyrfti í ríkisfjármálum. Ekki væri nóg að auka bara útgjöld – heldur væri skynsamleg nýting fjármunanna fyrir öllu. Viðskiptaráð bíður spennt eftir haldbærum upplýsingum um hvað betri nýting felur í sér.Fjárfestingar hafa setið á hakanumÁrin eftir hrun hallaði mjög á fjárfestingu hjá hinu opinbera, en Viðskiptaráði reiknast til að ríkissjóður hafi vanfjárfest upp á a.m.k. 70 ma.kr. á tímabilinu 2010-2015 ef litið er til meðaltals rúmlega áratug áður. Jafngildir það um tveggja ára útgjöldum ríkissjóðs til fjárfestinga, miðað við fyrri tíð. Eftir fjármálakreppuna rauk fjármagnskostnaður ríkissjóðs upp vegna aukinnar skuldabyrði. Rekstrinum var haldið í horfinu og stjórnvöld kepptust við að greiða niður skuldir. Sökum þessa beindist niðurskurðarhnífurinn að fjárfestingum. Þetta var afar óheppileg þróun. Sá grundvallarmunur er á rekstrarkostnaði og fjárfestingu að fjárfestingin situr eftir um ókomin ár og styður við hagvöxt framtíðarinnar. Sem dæmi má nefna að fjárfesting í fleiri og betri vegum dregur úr umferðaröngþveiti, eykur umferðaröryggi og styður við samgöngur og viðskipti. Vanfjárfestingu fylgir hins vegar uppsafnaður viðhaldskostnaður vegna þeirra fjárfestinga sem fyrir eru, verri nýting þeirra, fleiri umferðarslys og lægri framleiðni.Laun stór hluti útgjaldaaukningaEf tekið er dæmi úr ósamþykktum fjárlögum fyrir árið 2018, sem þó boðuðu ágæta aukningu í fjárfestingu á milli ára í heild, má sjá varhugaverða þróun í samspili rekstrarkostnaðar og fjárfestingar. Um 40% af aukningu í útgjöldum til velferðarmála milli ára má rekja til launa- og verðlagsbóta. Í menntamálum er hlutfallið nærri 70%. Sambærilega þróun má sjá árin á undan.Því ætti það ekki að koma á óvart að kvartað sé undan litlu fjármagni til fjárfestinga og annars rekstrar. Til að mynda hafa útgjöld til heilbrigðiskerfisins verið aukin ár frá ári en samt er ekkert lát á umræðu um skort á fjármagni í málaflokknum. Það er því ekki nóg að stjórnmálamenn lofi auknum fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins, fjármagnið þarf að rata á rétta staði. Þetta er sérstaklega brýnt í ljósi þess að öldrun þjóðarinnar, tilkoma nýrra og dýrari lyfja og aðgerða sem og aukin tíðni lífstílssjúkdóma munu enn auka á kostnað kerfisins á næstu árum. Ekki gengur að verja áfram fjármagni í rekstrarhliðina með óbreyttum áherslum í opinbera kerfinu – horfa þarf til framtíðar og fjárfesta í lausnum sem geta dregið úr rekstrarkostnaði til lengri tíma. Þetta gerðu þátttakendur í Verkkeppni Viðskiptaráðs á dögunum. Viðskiptaráð spurði þátttakendur – sem erfa munu þau kerfi sem samfélagið rekur í dag - hvernig nýta mætti tæknina til að leysa vandamál nú- og framtíðar. Sigurliðið lagði til að gervigreind yrði nýtt við greiningu á lífstílsmynstri fólks svo að grípa mætti fyrr inn í hjá verðandi sjúklingum. Í stað þess að bjarga fólki sífellt upp úr ánni lagði hópurinn til að áherslan yrði á fjárfestingar og lausnir sem héldu fólki á þurru landi. Loforð sem ná lengra en kjörtímabilið Fjárfesting skiptir ekki einvörðungu máli ef vinna á upp uppsafnaða þörf í kerfinu, heldur snýr þetta einnig að því hversu vel kerfið er búið undir framtíðina. Áskorunin við fjárfestingarútgjöld er að afraksturinn skilar sér sjaldnast á einu kjörtímabili. Að undanförnu hafa kjörtímabil styst verulega sem hefur gert slíkar áætlanir og haldbæran afrakstur enn erfiðari. Skýr langtímastefna og kerfisbreytingar sem styðja við þá stefnu er árangursríkasta leiðin til bættra lífskjara. Hins vegar virðast loforð um útgjöld sem skila sér beint í vasa landsmanna og andstaða við kerfisbreytingar gjarnan vera líklegri til árangurs í kosningum. Stjórnmálamenn þurfa því að hafa kjark til þess að leggja fram áætlanir og loforð sem ná lengra en það kjörtímabil sem kosið er um. Að sama skapi þurfa kjósendur að sýna stjórnmálamönnum aðhald með því að þrýsta á langtímasjónarmið í stað skammtímaávinnings.Höfundur er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar