Tókst gríðarlega vel að byrja upp á nýtt Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 06:00 Freyr Alexandersson og landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir eftir síðasta leikinn á EM. Vísir/Getty Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira
Stelpurnar okkar í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta halda áfram för sinni í átt að heimsmeistaramótinu í fótbolta í næstu viku þegar þær mæta Þýskalandi og svo Tékklandi á útivelli í undankeppni HM 2018. Þetta verða tveir erfiðustu útileikir íslenska liðsins en Þýskaland ætti, ef allt er eðlilegt, ekki að tapa svo miklu sem einu stigi í þessum riðli og þannig komast á HM. Tékkland sýndi aftur á móti með aðeins 1-0 tapi gegn þeim þýsku að það er mikið spunnið í það lið og að stelpurnar okkar þurfa að passa sig á þeim tékknesku. „Það er möguleiki að vinna Þýskaland eins og það er alltaf möguleiki í íþróttum. Við vorum nú bara að sýna það hérna síðast á mánudaginn að það er allt hægt í þessu. Verkefnið er samt gríðarlega erfitt. Við þurfum að hitta á okkar besta dag og við þurfum að halda í grunngildin okkar og ná aðeins að ýta á veikleika þeirra til þess að þetta gangi upp, ég geri mér grein fyrir því. En maður er alltaf jafn borubrattur og leggur upp leikina með það að markmiði að vinna þá,“ segir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.Freyr Alexandersson.Vísir/GettyErfitt að byrja aftur Stelpurnar okkar náðu ekki tilsettum árangri á EM í sumar þar sem þær töpuðu öllum leikjunum og skoruðu aðeins eitt mark. Vonbrigðin voru mikil með úrslitin og því var ekki svo einfalt að „restarta“ öllu fyrir leikinn á móti Færeyjum. Það gekk þó mjög vel enda rústaði liðið litla frænda, 8-0. „Síðasta verkefni var mjög flókið. Andstæðingurinn var ekkert sérstaklega sterkur og mikil óvissa í kringum það. Það fór mikil orka í EM. Það var erfitt að fara af stað eftir EM því við vorum svekkt með niðurstöðuna en ánægð með það sem við lögðum í verkefnið. Það var því mikið af tilfinningum og í raun tilfinningarússíbani. Við þurftum bara að byrja upp á nýtt og mér fannst það takast gríðarlega vel. Æfingarnar voru góðar og einbeiting góð. Ég var gríðarlega ánægður með leikmennina í því verkefni,“ segir Freyr.Fanndís Friðriksdóttir.Vísir/GettyFleiri atvinnumenn Eftir Evrópumótið fóru tveir leikmenn íslenska liðsins, Blikarnir Fanndís Friðriksdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir, í atvinnumennsku. Er þetta eitthvað sem Freyr hvetur stelpurnar til að gera núna þegar hættan er ekki jafnmikil á að spila ekki eða lenda í vandræðum þar sem það er ekki stórmót á næsta ári? „Ég er ekki beint að ýta þeim út en þær þurfa að skoða hvað er í boði fyrir þær. Það er stöðugt verið að hræra í þeim og það er misjafnlega gáfulegt. Ég veiti þeim þær upplýsingar sem þær þurfa og það sama geri ég fyrir félögin. Ég hef meiri upplýsingar en aðrir en ég vonast til að fleiri leikmenn fái tækifæri í bestu liðum og bestu deildum í heimi,“ segir Freyr sem hefur trú á góðum úrslitum gegn Þýskalandi. „Öll lið hafa sína veikleika og ef ég gat fundið veikleika á Úkraínu og Tyrklandi fyrir strákana ætti ég að geta fundið þá hjá Þýskalandi. Ég mun deila þeim hugmyndum betur þegar að því kemur,“ segir Freyr Alexandersson.Fanndís Friðriksdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir fagna eina marki Íslands á EM.Vísir/Getty
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Fórnaði frægasta hári handboltans Handbolti „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Körfubolti Ricky Hatton fyrirfór sér Sport Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Körfubolti Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Handbolti NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Körfubolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Fleiri fréttir Vildi ekki að börnin sín myndu alast upp í Englandi „Skora á yfirvöld að afturkalla þessa huglausu ákvörðun“ Flytur langt í burtu frá Ítalíu ef liðið hans kemst ekki á HM Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Prufa ný VAR-spjöld fyrir þjálfara Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús „Það langbesta sem við höfum sýnt í vetur“ Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana FIFA segir að Trump geti tekið HM-leiki af bandarískum borgum „Mér er alveg sama hvað ég skora mikið, ég vil bara fá sigur“ Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Boltinn var inni og Glódís Perla fagnaði dramatískum sigri Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Vinicius Junior bauð í svaka partý en gæti endað í fangelsi Gæti náð Liverpool-leiknum Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Diljá og félagar náðu ekki að snúa við blaðinu Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Hatrið á sér heillanga sögu: Hitað upp fyrir uppgjör ensku risanna Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Fórnaði frægasta hári handboltans Sundstjarna hættir óvænt 25 ára: „Allir draumarnir rættust“ Neitar að gista á liðshótelinu vegna draugagangs Unnu sextánda leikinn í röð og eiga heimsmetið Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Sjá meira