Innlent

Veðurstofan varar við skriðuföllum og vatnavöxtum

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Veðurstofa Íslands varar við mikilli rigningu, vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum fyrir norðan.
Veðurstofa Íslands varar við mikilli rigningu, vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum fyrir norðan. Vísir/Vilhelm
Veðurstofa Íslands varar við mikilli rigningu á Ströndum, norðanverðum Tröllaskaga og austur á Skjálfanda í kvöld og í nótt. Því má búast við vatnavöxtum í ám á svæðinu, þar með talið í Hvanneyrará á Siglufirði. Samkvæmt Veðurstofunni eru einnig auknar líkur á skriðuföllum á svæðinu.

Samkvæmt athugasemdum veðurfræðings er útlit fyrir að mikið vatnsveður verði á mið-Norðurlandi og á Ströndum fram á morgundaginn með tilheyrandi vatnavöxtum og hættu á skriðuföllum. Mikið rigningarveður var á Suðausturlandi og Austurlandi í lok síðasta mánaðar og flóð ollu vandræðum víða. Skriður féllu á nokkrum stöðum og fór þjóðvegurinn í sundur.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×