100% Þórir Garðarsson skrifar 11. október 2017 12:05 Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun