Gunnar grillaði Eyjamenn: Ólýsanlega leiðinlegt og Róbert dripplar eins og í 4. flokki Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. október 2017 10:00 ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira
ÍBV bjargaði stigi í 27-27 jafntefli á móti nýliðum Fjölnis í Olís-deild karla á sunnudaginn en Eyjamenn fengu vítakast þegar að leiktíminn var liðinn. Þetta var ekki í fyrsta sinn í vetur sem Eyjamenn sleppa með skrekkinn á móti liðum sem spáð er í fallbaráttu en þeir voru heppnir að ná sigri á útivelli gegn botnliði Gróttu í síðasta mánuði. Frammistaða ÍBV var ekki góð á móti Fjölni og fékk liðið þokkalega útreið hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport HD í gærkvöldi. „ÍBV á að vera svakalegt lið en samt sem áður, umferð eftir umferð, sjáum við deyfð og þyngsli. Þetta var á löngum köflum mjög lélegur leikur hjá ÍBV,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson en Gunnar Berg Viktorsson kveikti undir grillinu og henti ÍBV-liðinu á það. „Það er til skammar að vera að spila á móti Fjölni og tapa fjórtán boltum upp úr engu. Eyjamenn voru ólýsanlega lélegir. Þeir voru staðir í sókninni - þetta er ekki sóknarleikur fyrir fimm aura,“ sagði hann. „Það er enginn að spila saman, það eru allir að stinga niður, það er ekkert að frétta. Af hverju láta þeir ekki boltann ganga? Það er ólýsanlega leiðinlegt að horfa á þetta. Ég hitti menn fyrir utan í hálfleik sem fóru heim því þeir nenntu ekki að horfa á þetta.“ Róbert Aron Hostert, leikstjórnandi ÍBV, var ekki að heilla Gunnar Berg og hvernig hann ber upp boltann með því að drippla honum fram allan völlinn. „Mér finnst þetta alveg ótrúlega skrítið. Maður dripplaði fram völlinn svona kannski í fjórða flokki,“ sagði hann. „Þetta gerðist svona fimm eða sex sinnum í leiknum. Ég bara skil þetta ekki. Þetta er svo gamaldags handbolti. Af hverju stoppar þetta enginn af og segir manninum að senda boltann og hlaupa af stað? Menn þurfa að mæta bolta og gera þetta af einhverjum krafti,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson. Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Mest lesið „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Missir af landsleik eftir árekstur við stöngina Fótbolti Íslenska liðið gæti hæglega verið með fleiri stig Fótbolti Fleiri fréttir Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Sjá meira