Ekki sjálfgefið að Kári fari aftur í Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2017 07:00 Kári er hér í leik með Haukum gegn Tindastóli. Stóra spurningin er hvort hann fer aftur í rauða búninginn. Vísir/Anton „Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“ Dominos-deild karla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
„Ég kom heim nógu snemma til þess að sjá landsleikinn í sjónvarpinu ansi spenntur,“ segir hinn skemmtilegi körfuboltamaður Kári Jónsson sem mjög óvænt kom heim til Íslands á mánudag. Það sem meira er þá er hann kominn til þess að vera. Eftir að hafa slegið í gegn í Domino’s-deildinni með Haukum þá fór Kári í víking er hann samdi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum sumarið 2016. Nú rúmu ári síðar er Kári kominn aftur heim og á klárlega eftir að setja mikinn lit á deildina hér heima. En með hvaða liði?Sé til hvað er í boði „Planið er að spila körfubolta hér heima og ég er bara að skoða mín mál. Ég er enn að klára mín mál úti og svo fer ég að taka stöðuna á því hvar ég spila hér heima,“ segir Kári en uppeldisfélag hans, Haukar, vill eðlilega fá sinn mann heim en það er ekkert sjálfgefið að hann fari aftur í Haukana. „Það verður að koma í ljós hvað ég geri þegar ég sé hvað er í boði. Auðvitað eru Haukar líklegir samt og koma sterklega til greina. Ég mun samt skoða hvað býðst en ég er ekkert byrjaður á því af neinu viti. Það vita ekki margir að ég er kominn heim og því hef ég ekki heyrt í mörgum.“Haukar - Tindastóll körfubolti úrslitakeppni domino´s deild karla karfan undanúrslitÞarf að finna gleðina aftur Kári segir það ekki koma til greina að snúa aftur til Drexel þar sem honum leið ekki nægilega vel. „Ég ætla að einbeita mér að því að finna gleðina aftur hér heima í vetur og ef eitthvað gerist síðan eftir það þá mun ég skoða það. Núna snýst þetta um að spila körfubolta og finna gleðina á ný,“ segir Kári, en af hverju tapaði hann gleðinni í skólanum úti? „Mér leið ekki vel þarna lengur og var hættur að hafa gaman af boltanum. Það var fátt sem mér fannst skemmtilegt þarna. Ef maður nýtur sín ekki vel þá er engin ástæða til að vera þar lengur. Ég var mikið einn og lítið að tengja. Þetta var samt auðvitað erfið ákvörðun og líka erfitt að gefa svona tækifæri frá sér. Þetta var samt það besta fyrir mig sjálfan á þessum tímapunkti en þetta hafði sinn aðdraganda. Maður vaknar ekki einn morguninn og fer bara heim. Ég reyndi margt, gekk ekki upp og því kom ég heim.“
Dominos-deild karla Mest lesið Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira