Aukinn jöfnuður lykillinn að friði í heiminum Heimir Már Pétursson skrifar 10. október 2017 19:40 Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira
Handhafi friðarverðlauna Nóbels sem stödd er hér á landi segir nauðsynlegt að vinna gegn einræði víðs vegar um heiminn til að koma á varanlegum friði. Einræði og hryðjuverk þrýfist hvert á öðru og því verði þjóðir heims að standa saman í að verja tjáningarfrelsið og almenn mannréttindi. Alþjóðleg friðarráðstefna á vegum Höfða friðarseturs fór fram í Veröld, húsi Vigdísar Finnbogadóttur í dag. Meðal gesta var handhafi friðarverðlauna Nóbels. Markmiðið með ráðstefnunni er að leiða saman ólíkar kynslóðir til að ræða þær áskoranir sem blasa við í heiminum í dag og finna skapandi lausnir og leiðir til að takast á við þær. Tawakkol Karman hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2011 en hún var í fararbroddi byltingarinnar í Jemen og hefur beitt sér fyrir tjáningarfrelsi og bættri stöðu kvenna. Hún segir skipta mestu að berjast gegn einræði í baráttunni fyrir varanlegum friði. „Það er það mikilvægasta til að koma á varanlegum friði. Ef við berjumst ekki gegn óréttlæti verður sú ekki raunin, það verður engin friður án réttlætis. Ef við berjumst ekki gegn spillingu verður engin þróun og þróun leiðir til friðar. Það verður enginn friður án þróunar,“ segir Karman. Umheimurinn hafi gleymt stríðinu í Jemen og á meðan standi þau sem vilji lýðræði í landinu ein en hryðjuverk í Evrópu eigi ma.a. rætur í einræðisríkjum í hennar heimshluta. „Sérhver einræðisherra er hryðjuverkamaður og sérhver hryðjuverkamaður er einræðisherra. Þeir næra hvorn annan, þeir hjálpa hvorum öðrum og vernda hvorn annan. Nú öxlum við ábyrgðina á að bjarga heimshluta okkar, samfélagi okkar og þar með heiminum,“ segir Karman Unni Kishnan Karunakara er fyrrverandi formaður Samtaka lækna án landamæra og þekkir mjög vel til flóttamannavandans í heiminum sem hann segir ekki einskorðast við Evrópu. Mestu máli skipti að líta á flóttafólk og förufólk sem fólk af holdi og blóði sem hafi sömu væntingar og við sjálf. „Um leið og við förum að líta á þau sem eitthvað minna en mannleg koma upp önnur vandamál og þá verður ómögulegt að byrja að tala um frið,“ segir Karunakara. Samkvæmt alþjóðasáttmálum hafi fólk sem sæti ofsóknum rétt á að sækja um hæli og síðan muni aðrir fólksflutningar halda áfram. „Á meðan ójöfnuður vex held ég að fólk muni fara og leita betri framtíðar fyrir sig. Þetta er bara raunveruleikinn. Ef ekki er tekið á hinum undirliggjandi efnahagslega ójöfnuði sem fólk stendur frammi fyrir úti um allan heim höldum við áfram að standa frammi fyrir þessu ástandi,“ segir Karunakara.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Fleiri fréttir „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Sjá meira