Valtteri Bottas og Daniel Ricciardo fljótastir á föstudegi í Mexíkó Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 28. október 2017 14:15 Valtteri Bottas var snöggur á föstudegi í Mexíkó. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Bottas var fljótastur og Hamilton annar, báðir á últra-mjúkum dekkjum. Margir ökumenn áttu erfitt með að fóta sig á rykugri brautinni. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fjórði. Ferrari ökumennirnir, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í fimmta og sjötta sæti. Báðir Ferrari ökumennirnir misstu bílana sína út fyrir braut á æfingunni. Bæði Red Bull og Ferrari mennirnir voru á ofur-mjúkum dekkjum. Harðari gerð en Mercedes. Varaökumenn voru mikið að spreyta sig á æfingunni. Antonio Giovinazzi og Charles Leclerc, sem eru á mála hjá Ferrari fengu tækifæri á æfingunni, annar á Haas bíl og hinn á Sauber bíl. Sean Geael fékk tækifæri í Toro Rosso bílnum og Alfonso Celis Jr. fékk að spreyta sig á Force India bílnum.Daniel Ricciardo kemur inn í leikvanginn á æfingu í Mexíkó.Vísir/GettySeinni æfinginRicciardo var fljótastur en Hamilton varð annar líkt og á fyrri æfingunni. Hamilton tók léttan snúning á æfingunni en rétt náði að stöðva bílinn áður en hann endaði á varnarvegg. Verstappen var þriðji hraðasti ökumaðurinn á æfingunni en hann missti af megninu af henni vegna vélavandræða. Vettel var fjórði en þurfti að hætta við eina tilraun sína þegar slökkvitæki í Ferrari bílnum fór í gang. Munurinn á eftstu mönnum var mjög lítill. Fyrstu sex voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Það má því vænta þess að tímatakan verði æsispennandi í Mexíkó á eftir. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 í dag, laugardag á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti. Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir mexíkóska kappaksturinn í Formúlu 1. Daniel Ricciardo á Red Bull var fljótastur á seinni æfingu dagsins.Fyrri æfingin Bottas var fljótastur og Hamilton annar, báðir á últra-mjúkum dekkjum. Margir ökumenn áttu erfitt með að fóta sig á rykugri brautinni. Max Verstappen á Red Bull var þriðji og liðsfélagi hans Daniel Ricciardo varð fjórði. Ferrari ökumennirnir, Sebastian Vettel og Kimi Raikkonen voru í fimmta og sjötta sæti. Báðir Ferrari ökumennirnir misstu bílana sína út fyrir braut á æfingunni. Bæði Red Bull og Ferrari mennirnir voru á ofur-mjúkum dekkjum. Harðari gerð en Mercedes. Varaökumenn voru mikið að spreyta sig á æfingunni. Antonio Giovinazzi og Charles Leclerc, sem eru á mála hjá Ferrari fengu tækifæri á æfingunni, annar á Haas bíl og hinn á Sauber bíl. Sean Geael fékk tækifæri í Toro Rosso bílnum og Alfonso Celis Jr. fékk að spreyta sig á Force India bílnum.Daniel Ricciardo kemur inn í leikvanginn á æfingu í Mexíkó.Vísir/GettySeinni æfinginRicciardo var fljótastur en Hamilton varð annar líkt og á fyrri æfingunni. Hamilton tók léttan snúning á æfingunni en rétt náði að stöðva bílinn áður en hann endaði á varnarvegg. Verstappen var þriðji hraðasti ökumaðurinn á æfingunni en hann missti af megninu af henni vegna vélavandræða. Vettel var fjórði en þurfti að hætta við eina tilraun sína þegar slökkvitæki í Ferrari bílnum fór í gang. Munurinn á eftstu mönnum var mjög lítill. Fyrstu sex voru allir á sömu hálfu sekúndunni. Það má því vænta þess að tímatakan verði æsispennandi í Mexíkó á eftir. Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 17:50 í dag, laugardag á Stöð 2 Sport 4. Útsending frá keppninni hefst klukkan 18:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport 3.Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.
Formúla Tengdar fréttir Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00 Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30 Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Bílskúrinn: Titillinn réðst í Texas Lewis Hamilton vann sinn fimmta kappakstur í Texas, einungis sex Formúlu 1 keppnir hafa farið fram þar svo hann er klárlega fógetinn í Texas. 23. október 2017 17:00
Daniil Kvyat á ekki afturkvæmt til Red Bull Helmut Marko, ráðgjafi Red Bull liðsins segir að rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Daniil Kvyat eigi ekki afturkvæmt til liðs við Red Bull eða Toro Rosso. 25. október 2017 21:30
Sebastian Vettel treystir Arrivabene til að leiða Ferrari Sebastian Vettel hefur trú á að liðsstjóri Ferrari Maurizio Arrivabene sé rétti maðurinn til að leiða ítalska stórveldið. 27. október 2017 13:00