Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 23:38 Repúblikanar og demókrata réðu sama fyrirtækið til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Trump í kosningabaráttunni. Vísir/Getty Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs. Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira
Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs.
Donald Trump Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Sjá meira