Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 23:38 Repúblikanar og demókrata réðu sama fyrirtækið til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Trump í kosningabaráttunni. Vísir/Getty Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs. Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira
Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs.
Donald Trump Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Sjá meira