25 ár á milli mynda: Stoltur körfuboltapabbi orðinn stoltur körfuboltaafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2017 10:30 25 ár liðu á milli þessara mynda. myndir/erna ingvarsdóttir/íþróttablaðið Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15